Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: júní 2008

laugardagur, júní 14, 2008

97% aðgerðarlaus laugardagur :)

Tókum okkur til hjónin, ef svo má að orði komast, og gerðum ekki neitt og fórum ekki neitt. Hér var horft á teiknimyndir fram að hádegi. Ég var á náttfötunum til tvö og sama með börnin. Eiki spilaði á strengi og lykla í aaaalllan dag, Stormur var bleiulaus og pissaði í öll horn sem hann fann og hitti þó ótrúlega oft á koppinn. Sagði meira að segja til í eitt skiptið. Eldur dandalaðist hérna meira og minna, leiraði, bílaði, hrekkti bróður sinn og passaði upp á hann, hennti honum einu sinni fram úr hjónarúminu, gólaði ef hann pissaði á óviðeigandi stöðum osfv...

Jú, ég bakaði tebollur með kaffinu. Stormur svaf í 40mínútur og þess á milli sem hann pissaði út í horn borðaði hann. Hann borðaði í allan dag. Sennilega hátt í 60% dagsins fór fram við matarborðið LOL!!!

Litlir menn voru svo settir í rúmið klukkan sjö að venju og voru furðu þreyttir miðað við hvað þeir gerðu ekki neitt! Stormur sofnaði snuddulaus og illgjarnir foreldrarnir hafa ákveðið að fjarlægja þetta gúmmídrasl fyrir fullt og allt ;) Eldur var easy as 1,2 and 3 og steinrotaðist strax. Ég sofnaði meira að segja með Stormi haha! Af því ég var sko svo þreytt NOT!

Vaknaði við eitthvað soundtrack sem Eiki var að hlusta á um svefn, þreytu og hressleika. Eitthvað var þetta tengt því að hversu hress maður er kemur því ekkert við hversu sofinn maður er heldur hitastigi líkamans. Um leið og líkamshitinn lækkar þreytist maður. Og besta ráðið til að hressa sig er að hækka líkamshitann með eitthverjum gáskahætti. Td. leika við hundinn eða hlaupa. Sennilega vel ég seinni kostinn bæði af því ég á ekki hund og ég þarf ekki að taka með mér skítapoka. Kanski ég hafi þetta bak við eyrað næst þegar ég dey úr sleni ;)

En þar til næst eða bara þar til ég framkvæmi eitthvað annað en leti,
Jófó.

Ps. JÚ, víst gerði ég smáú...
Ég setti nýja display mynd
af mér hérna á bloggið til
vinstri :)

Jófó

fimmtudagur, júní 12, 2008

Hæbbs

Bara að láta vita af mér
Er hálf dösuð í dag... veit ekki hvort það er hitinn eða viðbrigðin að byrja að vinna úti. Eflaust góð blanda af hvoru tveggja.

Skrapp á Witesnake tónleikana í höllinni á þriðjudaginn og það var bara gaman. Svona seinna á kosið hefði ég frekar viljað vera niðri á gólfi... kanski með eyrnatappa... en það vantaði allan fíling í liðið uppi í stúku. Alla nema Eika, hann var á endanum og var í fíling fyrir alla ;)

Anyway, er að skrifa nokkrar Disney sögur yfir á disk til að hafa í bílnum fyrir englana mína. Ótrúlegt hvað þeir eru spakir þegar þeir hlusta. Jú, Stormur Sær hlustar líka ;) Talar, nei, en skilur, JÁ :) Sérstaklega það sem henntar honum ;)

Jæja, bið að heilsa í bili.

fimmtudagur, júní 05, 2008

Daman komin með vinnu ;)

Jæja, ég er komin með dagvinnu, finally :) Og dagmömmu líka :)
Þetta small eitthvað svo ferlega vel saman hérna í fyrradag. Mamma hringdi í mig og spurgði hvort ég vissi um einhvern sem gæti unnið í eldhúsinu þar sem hún vinnur, frá níu til tvö. Ég sagðist alveg vera til í að tékka hvort ég gæti það. Hringdi í Önnu. Þá var nýbúið að segja upp plássi hjá henni. Jæja, ég byrja sem sagt að vinna á morgun :)
Vinnan er sem sagt í eldhúsi á dagvistun fyrir fatlaða.

Er enn að jafna mig á dekkjaveltunni. God! Mér líður eins og heil vörubílaLEST hafi keyrt yfir mig og bakkað svo aftur yfir mig..... Ég er með sjÚkar harrðsperrur í framhandleggsvöðvunum (grip) og alveg að deyja í innri lærvöðvunum. Restin af skrokknum er líka bara brillíant ónýtur! Tvíhöfðarnir eru líka bara með leiðindi :-Þ En jú, veeel þess virði ;) Oh, harrðsperrufíknin alveg í botni í dag !

Ég ætla að gera þetta AFTUR! á laugardaginn og ég ætla að rústa Agnesi ... eða allavegana reyna það ;)
Mig vantar klappstýrur til að cheera mig og einnig manneskju til að vera á videocameru og myndavél. Einhverjir sjálfboðaliðar???

Anyway, þarf að klára að pakka mér saman svo ég verði ekki úldin fyrsta vinnudaginn minn sem útivinnandi móðir í fyrsta sinn í fjögur ár takk fyrir :)



Góða nóttina :)

Klikkið hér ef þið eruð ekki að fatta þetta dekkjadæmi. Þessi gella er að flippa svipað þungu dekki... Tékkið á LÆRUNUM Á HENNI!!!

miðvikudagur, júní 04, 2008

Ég lyfti 270 kílóa dekki!!!

Já góðir hálsar. Lærin á mér eru í þátíð, upphandleggirnir mátulega marðir, tvíhöfðarnir í fýlu og marblettir á báðum mjaðmabeinum.

EN MÉR ER ALVEG SAMA !!!
AF ÞVÍ ÉG NÁÐI AÐ VELTA ÞVÍ !!!

Það er fyrirhuguð bitc'n keppni á lagerinum á laugardaginn og þá mun ég keppa við hóp föngulegra kvenna en mest mun ég þó þurfa að hafa fyrir skessunni henni Agnesi! Vitandi það að hún lyftir fjandans dekkinu á betri tíma en ég :-/

Anyway, varð bara að monnta mig af þessu. Kem með meira info á laugardaginn :)

þriðjudagur, júní 03, 2008

Of vakandi

Fylgdi yndislega manninum mínum í rúmið klukkan tíu í kvöld, hélt utan um hann á meðan hann sofnaði og velti mér svo yfir á bakið og skoðaði loftið í svona eins og 20mínútur....

Jájá, hahaha!!! Hvað á ég að gera með að vera heima og bora í nefið allan daginn og fara svo að sofa á kristilegum tíma með elskunni minni? LetiDRUSLA! Nibb, hef ekkert við það að gera.

Var reyndar mjög dugleg í dag og þokaðist næstum að lokamarkmiðinu til að eignast hjól :-D
Ég stífbónaði alla íbúðina og er búin að skúra allt nema hjónaherbergið ;)
Tók GOMMU af þvotti, braut saman OG gekk frá honum líka! Agnes er örugglega ánægð með mig núna LOL!!! Ég hef fengið ófá augnskotin og skammirnar frá henni þegar hún kemur að passa fyrir mig, brýtur saman þvott fyrir mig -dúllan- og svo... *hóst* þremur dögum seinna kemur hún aftur ... *hóst-hóst* og *hóst* þvotturinn er ENNÞÁ Á BORÐINU!

Jæja, ég gerði meira ;) Ég gerði fullt af axlaræfingum. Man ekki hvað þetta drasl heitir nema hvað að þetta eru fucking aumingjar! Vöðvar sem liggja aftan á öxlunum... sem sagt, ég beygji mig fram og lyfti hönunum beinum út og upp. Jæja, ég er alveg ekki að meika þessa æfingu í salnum, sérstaklega þar sem ég hef verið að gera hana í súpersetti (as in MEÐ annarri æfingu) og ég er ekki að ná upp 2kílóa lóðum *rooooðn* Jæja, mín ákvað bara að vinna heimavinnuna sína og ná upp þessum eymingjum hérna heima í rólegheitunum. Setti lóðin (2,5kg) á miðjan ganginn þar sem ég dett næstum um þau :) Held ég hafi tekið í þau í það minsta 7-8 sinnum í dag, með 12-15 í setti :) Nokkuð kúl :) Held þessu áfram á 2ja daga fresti þar til ég fer að geta eitthvað. Að lokum mun ég svo geta baraaaa flooogið í burtu á ofurmössuðu afturaxlarvöðvunum mínum LOL!!!

Setti annars feitt met í salnum í síðustu viku. Hef verið að kjúklingast í squattinu (hnébeyjur með stöng) og verið að hangsa með 17,75kg hvoru megin x5 (samtals 55,5kg) en tók loks í kjúklingadrambið á mig og skellti 20 kílóum hvoru meigin. Fíflið ég! ÉG er ALGER ASNI ... *hóst* ég er svo hrædd við 20kílóa plöturnar (þær eru svo kúl) að ég þorði ekki að setja þær á *roðn* Ég setti því í staðin tvær 10kílóa plötur hahaha! Jæja, gellan! með 60kíló á öxlunum drullaði þessu upp og niður í 5 skipti og hefði jafnvel geta bætt einu skipti við ;) Var sko ljótasta gellan í gjörvöllum Hafnarfirði at the moment haha! Er nú bara asssskoti grobbin með mig ;)

Anyway, .............. yes, I do really looove that word! Anyway... þetta er pjúra snilld! Það auðveldar manni svo að skipta um umræðuefni!

Anyway..... SKOOO I did it again!!! HAHA! Ég er best! Fáviti hahaha!!!
Jæja, ok, kominn smá svefngalsi í mína. Kanski ég fari að hlýja táslunum mínum hjá Eikanum mínum :)

Er bannerinn minn ekki annars bara flottur? Dálítið druslulegur but who cares? hehe...

Pretty in pink and a lot of kisses,
Jófó.

MjÖg góð lesning fyrir ykkur stelpur. Af hverju ættum við að lyfta frekar en að hoppa?


litle dude
Stormur Sær er sko alveg með squattið á hreinu ;)

mánudagur, júní 02, 2008

Bara...

... hálf andlaus núna. Stormagullið mitt búinn að vera veikur frá því í gær og var svo grömpý í allan dag að hann var ekki viðræðu hæfur. Sama hvað ég dextraði við hann, það var bara grátið :'(
Eldur fór bara beint út að leika eftir leikskóla og það var nú meiri dramantíkin sem brast út hjá þeim stutta að fá ekki að fára út líka X-@ Þegar Eldurinn minn kom svo inn fór hann í bað og þá kom brálæðisæðið í þeim stutta PART2 *dæs* Stormur grét sem sagt frá þrjú til sjö, yfir öllu og yfir engu. Það var ekki nokkur leið að gera honum til hæfis greyjinu... nema jú, ég skrökva. Hann fekk að horfa á Gullu Grænjaxl á meðan Eldur var í baði og þá var hann sáttur.

Annars gengur þetta hjólaspól hægt. Lofaði að ég fengi að kaupa mér hjól þegar x verkefni væru búin á baðspeiglinum en þetta þokast... hægt... en það þokast. Er búin að bora fyrir því sem ég nennti síst, fyrir gardínunum í stofunni. Þarf að droppa í Byko og kaupa tappa og skrúfur til að geta hengt þetta drasl upp. Tók meira að segja öll óþarfa verkfæri úr glugganum og GEKK FRÁ ÞEIM!

Anyway, nenni ekki að blogga núna. Er, eins og fyrr segir, ferlega andlaus :-Þ

Andlausar kveðjur,
Jófó.