Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: nóvember 2006

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Boooring blogg

Ætli ég verði ekki stundum að blogga um neikvæðu hliðarnar á mér :-Þ

Eftir að hafa legið uppí rúmi í nokkrar mínútur var ég alveg með það á hreinu að ég væri ekkert á leiðinni að sofna. Ég svaf framm að hádegi í dag plús að ég sofnaði milli hálf níu og tíu í kvöld með Stormi mínum :-s Því er ég sest hérna með heitt kakó og mjólkurkex til að pikka nokkrar nauðsynlegar vangaveltur.

Ég hef undanfarna daga verið að velta sjálfri mér fyrir mér. Hver er ég, hvað er ég og hvað vil ég? Satt best að segja hef ég ekki hugmynd :( Ég er tveggja barna móðir og eiginkona, skapill með meiru en blíð þar fyrir utan. Ég kann ógeðslega margt og ég veit ennþá meira. Ég er drullufær í svakalega mörgu EN! Ég hef enga unun af neinu sem ég geri. Ég get samt ekki sagt að ég sé vélræn í því sem ég tek mér fyrir hendur. En það er ekkert sem fangar hug minn annað en fjölskyldan mín litla. Það er þó meira en sumir hafa það. Sumt fólk nýtur einskyns. Ekki einu sinni barnanna sinna :(
Ég var með þá flugu í hausnum í mörg ár að verða klæðskeri. Vettfangurinn heillar mig ennþá en ekki eins mikið og áður. Aðalega vegna þess að íslenskir klæðskerar hafa ekki mikið að gera. Tíska og fjöldaframleiðsla er í hávegum höfð og dýr sérsniðin klæði eru hálf OFF nema hjá uppunum.
Hómópatanám greip mig um stund. Það er heillandi að geta gert það sem ég er svo flink í, að hjúkra öðrum, án þess að leggja fyrir sig áratuga læknisnám með tilheyrandi bölvuðum stærðfræðiáföngum.

Klukkan er tvær mínútur í eitt. Stormur Sær er vaknaður til að fá sopa. brb...

01.07 Þetta var sjortari hjá honum. Hann var allt of þreyttur til að drekka mikið. En hann er stundvís strákurinn :) Alltaf vaknar hann á slaginu eitt :)

Anyway, ef ég kinni að reikna hefði ég sennilegast farið í hjúkrunnarfræðinginn fyrir löngu. En þar sem eitthverjum snillingi datt í hug að moka öllum þessum stærðfræðiáföngum í stúdentinn legg ég enn ekki í það. Ég veit ekki til þess að hjúkkur þurfi mikið að reikna. Kanski svo og svo margar pillur en hey, Eldur Árni er bara þriggja og kann að telja upp að 14 :)
Ljósmóðirin... oh, in my wildest dreams! Það er fag sem á við mig. En þá þarf ég víst að ljúka stúdentinum OG hjúkkunni áður.

Ég áttaði mig á því í fyrradag að það er eitt fag sem ég hef aldrei svo mikið sem dottið í hug að leggja fyrir mig. Það er kokkurinn. Ég hef ástríður í matargerð og er ansi góð í því. En ég er þessa dagana svolítið hrædd við að velta svona fyrir mér því ég missi áhugann svo fljótt. Hvers vegna veit ég ekki og langar mikið til að vita.

Jæja, ég missti alveg þráðinn við að gefa litla englinum mínum :-Þ Ég læt móðinn mása við annað gott andvaka tækifæri.

Knús og góðanóttkossar,
Jófó.


fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Jólin nálgast

Jæja, nú fer að styttast í jólin. Þau leggjast bara nokkuð vel í mig verð ég að segja. Eiki fór upp'á háaloft í dag og náði í allt jólaskrautið. Planið er að vera vangefinn íslendingur í ár og byrja að skreita húsið strax fyrstu vikuna í aðventu. Hvers vegna? Jú, við búum í dimmu krummaskurði sem kallast Akureyri og það er öll birta vel þegin á þessum skelfing dimmu mánuðum. Það er ágætt að vita að við erum ekki afbryggðilega snemma í því. Nágrannarnir fengu þann stimpil. Þau hér ská á móti okkur eru búin að hengja upp þakseríurnar og kveikja á þeim. Þannig að við munum ekkert skammast okkar að gera líka. Það er samt voðalega notalegt að horfa yfir götuna. Jólaljósin gefa manni smá birtu í skammdegið :)
Ég bakaði súkkulaðibitasmákökurnar mínar í gærkvöldi. Ég bakaði 3falda uppskrift, smá fyrir okkur, smá fyrir mömmu og pabba og smá fyrir teingdasettið. Þessar háöldruðu mæður okkar hafa bakað ofan í okkur krakkagrísina öll þessi ár, mér finnst alveg vera kominn tími til að endurgjalda þeim greiðann :)

Ég hef svolítið spáð í jólagjöfunum. Við erum mjög skipulögð í jólagjöfum í ár og þótt ekki sé búið að kaupa allar gjafirnar erum við búin að plana hver fær hvað :) Þá rennir hugurinn að því hvað mig langar. Aldrei þessu vant langar mig í eitthvað :) Það sem mig mindi langa í pakkann minn væri td :
Solis safapressa sem mig hefur langað lengi í
Bókina endalaus orka fyrir safapressur :)
Snjóskafa
Snjóskófla með löngu skafti :)
Grohe 15cm+ sturtukollur (svona eins og í sundlaugunum)
Leðurblöku í búri
Boli í stærð 12 því ég er orðin svo grönn :-D
Brjóstagjafaboli (fást í 2Líf stærð M)
Föndurbækur ?
Nákvæma baðvog svo ég geti séð hvað ég léttist í rægtinni :)
Myndvinnslupenna (svona penni í staðin fyrir mús)
Nýja tvíbreiða sæng (200x220 cm)

Æ, ég læt mér detta fleira í hug síðar.

Kveðja,
Jófó.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Wúbbs!

Jæja, ég fór í ræktina á fimmtudaginn síðasta. Djöflaðist eins og sönn hetja sem ætlar að losna við minst tólf og hálft kíló í fyrsta tímanum. Fór heim, fjandi stolt af sjálfri mér... og ætlaði að gefa Stormi að drekka ... wúbbs, það var ekkert til að gefa :( Öll mjólk var út í haga hjá hinum kúnum en hana var ekki að finna í mínum júgrum :'( Nei, hún féll öll niður og ég er búin að vera alla helgina að reyna að ná henni upp aftur :-s En þetta er komið loksins, nú á þriðjudagsmorgni. Púff, mikið bras hér á bæ. Ég varð bara að bíta af stolti mínu sem mjólkandi móðir og kaupa þurrmjólk fyrir stuttlinginn svo ég gæti bætt á hann þegar hann var sem svangastur. Hann hélt fyrst að ég ætlaði að eitra fyrir sér. Gretti sig og ullaði og endaði með að æla yfir mig :-s Daginn eftir tók hann þó bölvuðu glundrinu fegins hendi enda var hann sársvangur það skiptið. Ég þurfti þó ekki að gefa honum pelann nema 2x þessa daga sem júgrin fóru í verkfall en þessi tvö skipti voru þó vel þegin því annars hefði orðið lítið um svefn sökum hungurs.

En ég er að fara aftur á eftir. Klukkan er bara rétt að skríða í níu... Haldið'i að það sé kraftur í manni að vakna svona fyrir allar aldir ;) Ég ætla þó að fara að ráleggingu Betty systur og fara mér skelfilega varlega núna. Á að taka nokkur skipti, í það minsta fimm, og gera uþb. helminginn af því sem mér þætti fínt. Sem sagt bara tylla mér á góðan stað í salnum og svitna við að horfa á hina hlaupa, lyfta og púla :D

Jæja, þangað til síðar,
Jófó supercow
með uppreisnarjúgrin.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Fatty in the gim!

Iss piss, ég er ekkert feit! Bara aumingi :-D
Ég fór í gær að hitta Anný sjúkraþjálfa. Hún fór í gegn um salinn með mér á Bjargi og kenndi mér þær æfingar sem gera skal. Eiki og Stormur sátu rétt hjá og fylgdust áhugasamir með... jah, Eiki í það minsta... það var bara logn hjá Stormi og hann svaf þetta allt saman af sér.
Þetta var voða einfaldur hringur sem ég fór og ég gerði lítið af hverju. Eiki sat hins vegar og nuddaði saman lófum (bókstaflega- hann gerði það) og ég veit alveg hvað hann var að hugsa! Hann var að sjá fyrir sér hvernig hann myndi píska mig áfram á tækjunum og búa til einhverja Jófó Schwazenegger :-s
Annars leggst þetta bara rosalega vel í mig. Ég kvaddi octóber á þriðjudagskvöldi með kókglasi sem mér þótti ekki einu sinni svo gott... langt síðan ég drakk kóladrykk... og ónýtu hlaupi sem ég fann inn'í skáp. Ég borðaði tvo mola og langaði svo ekki í meir enda komið þráabragð af því *hrollur*
Í gærkvöldi fekk ég mér hins vegar bara vatn og Cheerios og rúsínur með imbanum. Við Eiki góndum saman á Da Vinci code og ég get nú ekki sat að ég gefi henni háa einkunn. Hún var svo sem fín en ekki eins HOT eins og allir segja hana vera. Pfff..

Jæja, ég segi betur frá hvernig tíminn fer á morgun. Þá ætla ég að taka svolítið á þessu :)

Kveðja,
The Schwazenegger to be