Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Árskortið að renna út...

laugardagur, febrúar 14, 2009

Árskortið að renna út...

Jæja, árskortið í Hress er að renna út hjá okkur báðum um miðjan næsta mánuð - guðmundi sé lof!
Við urðum bæði fyrir miklum vonbryggðum þegar Tecnosporti var lokað og sameinað við Hress. Tecno var frábær staður með allt sem til þarf en GOD! Í nýja Hress á Völlunum er ekki einu sinni squatrekki svo þar er hvorki hægt að squatta (hnébeygjur) né deadlifta svo heitið getur. Þessi tæki eru reyndar inn'á Dalshrauni en mér þykir það glatað fyrir nýja líkamsræktarstöð að maður verði að taka upper body á einum stað en lower body hinu megin í bænum.

Ojæja, ég er búin að skoða stöðvarnar sem eru á þolanlegum radíus í kring um okkur og Sporthúsið í Fífunni virðist koma sterklegast til greina þar. Þeir gefa sig út fyrir að vera með sér sal sem er sérstaklega tileinkaður kraftlyftingum en ... *hóst* ... ég sé engann squat-rekka á myndunum.... Og þykir mér það ekki vera almennilegur kraftlyftingasalur ef þar má ekki finna squatrekka. Eeeen... ég fer í fyrramálið til að tékka á málinu. Ég krossa putta og vona allt það versta í þeirri von að út komi allt það besta. Mjög ólíkt dipló-hugafarinu mínu :-Þ

Mín er komin í feitt átak. Byrjaði á miðvikudaginn. Ég stefni á að taka af mér 5-7 kíló á næstu tveimur mánuðunum en ég get þess til að ég er 10 kílóum of þung. Það sést svo sem ekkert, ég er hálf fegin því... en ég fitna öll svo jafnt. Ég fæ hvorki flennistóran rass né maga heldur fitna ég jafnt á ístru sem kálfum eða höku... Ég tek mig vel út í 56kílóum en er þó ekki orðin horuð, langt í frá. En ég stefni á 60 kíló til að byrja með ;) Bara vera hófleg.

Annars er ég svo óþolinmóð að ég get með engu móti beðið í marga mánuði eftir að ná mér í vöxt heldur þarf allt að gerast strax. Mér ferst hinsvegar ljómandi vel að halda þyngd þegar í hana er komið :-D

Ojæja, nóg í bili, ætla að fara að syngja með mínum sæta.
Kveðja,
Jófó litla feitabolla :)