KRÆST, - KANN EKKI Á KLUKKU
Ég get svo svarið það stundum. Ég er FÁVITI!
Anyway, ég fór að æfa áðan. Æfingarnar þurfa að ganga á trukki þar sem fimleikafélagið Björk ákvað að það væri frábær hugmynd að hafa æfingarnar 30mínútum fyrr núna eftir áramót heldur en fyrir áramót. Sem sagt, Eldur mætir í fimleika klukkan fjögur í stað hálf fimm. Sem þýðir að ég hef 30mínútum skemri tíma til að æfa en ella.
Ojæja, mín fór að æfa, tók minnimum upphitun. Dó úr leiðindum eftir 7mínútna hlaup. Sem er minna en það sem mér hefur tekist undanfarið því ég er að píííína mig til að hlaupa í 10-12 mínútur.
Ojæja, ég næ góðri upphallandi dumbell-bekkpressu með 20 í rep í stað 12, hámarks hraða og lágmarks hvíld á milli. Tók minni þyngdir fyrir vikið en var miklu dánari þrátt fyrir það. Anyway, var bara nokkuð góð með mig... tók pull up... og sat við minn keyp þar líka, hámarkaði hraða, hélt mig í sömu þyngd út settið og lágmarkaði hvíd á milli. Og að auki tók ég 2 lyftur án stuðnings.... dullleee.... :)
Jæja, gott og vel...
Þegar hér var komið til sögu sá ég að engann átti ég tímann eftir. Druslaðist inn í klefa og hennti mér svo út. Þótti mér það ferlega skrýtið hvað lítið hafði orðið úr tímanum þrátt fyrir trukkið sem var á mér :-/
Jæja, mín fer út í bíl og lít á klukkuna... SHIT! Hún er í 12 míntúr í !!! Ég ver að drííífa mig ef ég á að ná í Eld og koma honum á réttum tíma *svitn*
Svo horfði ég aðeins betur á klukkuna.... HA? 14.48 ??? Kræst... mín var klukkutíma á undan áætlun! Gæti lamið mig stundum!
Ojæja, ég tek bara lengri æfingu næst :) Þetta er ágætis byrjun svona eftir jólafríið :)
Þangað til næst,
Fíflið.... :-Þ
<< Home