Jóla-njóla
Skooo... Ok, ég viðurkenni að ég náði ekki alveg að klára það sem ég átti að klára í gær en ég réðist í nokkur önnur verkefni, td. að pakka inn megninu af jólagjöfunum og gera slatta af jólaþrifum.
Það er nú reyndar í frásögur færandi að ég sendi pakkann norður til Freyju... svona dæmi um verk sem ég drolla yfirleytt með fram á síðustu stund og sendi svo með hraðpósti *hóst*
Anyway, jú, mér tókst þetta hvorki meira né minna en 5.desember!
Ojæja, allt í góðu með það... EF ÞETTA HEFÐI VERIÐ PAKKINN HENNAR FREYJU!!!
JÁ , mér tókst að senda vitlausan pakka norður!!! Hvernig er þetta hægt??????????
Jæja, anyway... mamma og Eiki hafa krafið mig um að setja jólagjafalista á netið. Ef þau hefðu talað við mig í nóvember hefði ég getað taliðu upp ótal hluti sem mig langar í . Aldrei þessu vant langar mig í eitthvað :) Ég er yfirleytt alltaf sjálfri mér næg :)Staðreyndin er reyndar að ég fann penagenið mitt í vor svo ég er orðin mjög pen. Ég er að verða dama ;) Svo ég er rosalega kát að fá alla pakka sem innihalda eitthvað prinsessu .... eins og td. eyrnalokka eða hárskraut eða bara wott ever svona girly-dót
But here it goes. Mig lanar ííí:
Fallega boli (ég nota svartan hlýrabol undir það sem er of fleygið )
Keramik krullujárn með stórum krullum
Púlsmæli
Hálsmen og eyrnalokka í stíl.
Hárlit nr.55
Glært eða hvítt fíngert jólaskraut (gler)
Útivistarjakki/úlpa/anorakk -ég á þykka úlpu, vantar millistig. Td. svona soft shell eða hvað það nú heitir dót.
Flass á myndavélina mína
Fet - inniskó
3gb lítinn usb lykil
Stand á gólfið fyrir rúmteppi
Svarta spariskó -ég hef átt sömu spariskóna síðan ég var 16 og þeir eru eiginlega bara alveg dánir.
Shi... ég man ekkert annað í augnablikinu.
En þar til síðar.
Jófó
<< Home