Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Manhattan, Flódída HVAÐ?

miðvikudagur, júlí 30, 2008

Manhattan, Flódída HVAÐ?

Hitinn hefur nú verið milli 20-26°c síðustu tvo sólahringa og eðlilegum íslendingum er EKKI VÆRT! Sumir hlaupa líklega til handa og fóta og fagna sigri hrósandi stækjunni sem þeir hafa óskað sér alla daga síðan þeir heimsóttu útlönd síðast en ég segi fyrir mitt leyti, fyrr má nú andskotans fyrr vera og fandinn að það eigi ekki bara að dauðrota hnífinn í kúnni og grafa hann svo með hundinum!

Ég flúði stækjuna í dag og fór í ræktina. Og viti menn, ég var EIN í salnum mest allan tíman fyrir utan einn gaur sem var að ræflast þarna í einhverjar 20 mínútur. Eftir það átti ég salinn aaaalein!
Strákunum kom ég fyrir á róló en þar spókuðu þeir sig nánast bara á nærfötunum og mikið var ég fegin að hafa beðið Agnesina mína að klína sólvörn á þá greyjin. Þeir voru eeeldrauðir í framan og blautir af svita þegar ég sótti þá.

Eftir róló fórum við með Sigmuna á BJB til að láta skipta um pústbarka en við vissum ekki betur en að annar þeirra væri barasta dáinn. Þegar ég leit undir kvekendið sá ég hinsvegar, mér til mæðu, að litli barkinn var allur tættur líka svo honum var líka skipt út fyrir skínandi fallegan látúnsbarka, ylmandi af verksmiðjulykt.

Jæja, á meðan karlpeningurinn sá um logsuðuna löbbuðum við yfir í Jolla og fengum okkur ís á meðan við biðum. Sætur og sérlega svalandi en þó ekkert á við það sem á eftir kom.

Þegar heim var komið dró ég vatnsslönguna og úðarann út í garð og setti vatnið í botn!!! Og þá fyrst veit maður hvað það er að fá svalann í hitastækjunni. Læt fylgja með eina mynd af strákunum. Eins og gefur að skilja var ekki mjög gott að taka myndir í vatnsflauminum en ég leifði mér í þetta sinnið að losa af mér beislið og láta vatnið kæla mig almennilega niður. Með maskarann niður á kinnar og hárið í allar áttir áttum við alveg einstakt móment, við þrjú :)
Eiki kom úr vinnunni um þetta leytið og renndi frammhjá okkur á Sólningarbílnum og virti þessa vitfyrringu í eiginkonunni sinni fyrir sér um stund áður en hann skilaði síðasta starfsmanninum (Agnesi hehe) af sér.

Læt þetta duga í bili,
Jófó.

Dansing in the rain