Illt í bakinu...
Búin að sitja á mínum "eðal" tölvustól sem kun vera grjótharður eldhússtóll sem er þar að auki að detta í sundur :-s
Búin að sitja við lokaverkefnið í allt kvöld og náði undir seinni hlutann alveg hörku keyrslu og er farin að sjá nokkuð fína heildarmynd af þessu öllu saman.
Júgurvísjón á laugardagskvöldið og sumarbústaðarferð fyrir strákana. Fer með þá til Önnu annað kvöld og það verður hopp og hí hjá þeim yfir helgina :)
Jæja, nóg í bili, verð að flýja þennan stóúúúl :(
<< Home