Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: 350 kíló

miðvikudagur, maí 14, 2008

350 kíló

Ég fekk símtal frá Eika áðan... hann spurði hvort ég væri heima og fyrst svo væri ætlaði hann að koma og biðja mig um að kíkja á sig... bað mig um að hafa við höndina brunagel ef ég ætti.
Mín fekk alveg hnút í magann og hugsaði að fyrst hann væri á leiðinni heim þá væri eitthvað verulegt að :-s Hann trúir því að heima hjá sér sé nefnilega sjúkrahús... og að ég sé THE doctor ;) Dúllan.
Jæja, minn kemur heim, læðist framm hjá sofandi Stormi í vagni, og það fyrsta sem hann gerir er að klæða sig úr bolnum :-/ ??? Skellir svo upp úr og segir að ég meigi alveg hlæja að þessu ...
Þá hafði minn maður verið að LEIKA SÉR Í VINNUNNI! Þeir voru í keppni um að lyfta 350kílóa búkolludekkjum. Nema eftir að hafa velt þessu blessaða dekki ríflega 10sinnum var víst lítið sem ekkert skinn eftir á öxlunum á karlinum ROFLMAO !!! Snillingur!

Annars er lítið eftir af próteinbrauðinu. Það er svooo gooott!

Ætla með strákana í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á eftir :)
Fer svo með þá á róló á meðan ég fer að æfa en Stormur er 20mánaða í dag og þar með orðinn löggildur rólómeðlimur ;)
Er annars nokkuð spennt fyrir æfingunni núna á eftir. Er að byrja á nýju prógrammi :-o Sjáum til hvort ég fari að ná að auka þyngdirnar mínar eftirleiðis. Er búin að vera föst svolítið lengi :-/

Jæja, bestu kveðjur frá
The mass famely LOL!!!