350 kíló
Ég fekk símtal frá Eika áðan... hann spurði hvort ég væri heima og fyrst svo væri ætlaði hann að koma og biðja mig um að kíkja á sig... bað mig um að hafa við höndina brunagel ef ég ætti.
Mín fekk alveg hnút í magann og hugsaði að fyrst hann væri á leiðinni heim þá væri eitthvað verulegt að :-s Hann trúir því að heima hjá sér sé nefnilega sjúkrahús... og að ég sé THE doctor ;) Dúllan.
Jæja, minn kemur heim, læðist framm hjá sofandi Stormi í vagni, og það fyrsta sem hann gerir er að klæða sig úr bolnum :-/ ??? Skellir svo upp úr og segir að ég meigi alveg hlæja að þessu ...
Þá hafði minn maður verið að LEIKA SÉR Í VINNUNNI! Þeir voru í keppni um að lyfta 350kílóa búkolludekkjum. Nema eftir að hafa velt þessu blessaða dekki ríflega 10sinnum var víst lítið sem ekkert skinn eftir á öxlunum á karlinum ROFLMAO !!! Snillingur!
Annars er lítið eftir af próteinbrauðinu. Það er svooo gooott!
Ætla með strákana í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á eftir :)
Fer svo með þá á róló á meðan ég fer að æfa en Stormur er 20mánaða í dag og þar með orðinn löggildur rólómeðlimur ;)
Er annars nokkuð spennt fyrir æfingunni núna á eftir. Er að byrja á nýju prógrammi :-o Sjáum til hvort ég fari að ná að auka þyngdirnar mínar eftirleiðis. Er búin að vera föst svolítið lengi :-/
Jæja, bestu kveðjur frá
The mass famely LOL!!!
<< Home