Klúður sunnudagur !
Í dag er miðvikudagur. Ég þurfti nú bara aðeins að jafna mig á þessum ógeðslega sunnudegi sem leið. En hann var á þessa leið:
Klukkan byrjaði að rífast klukkan sjö.... en við Eiki vöknuðum ekki fyrr en níu.
Við höfðum farið í Hrekkjavökupartý til Bjögga frænda kvöldið áður en það var rosalega gaman. Komum heim kl.02.00 svo það var ekki furða að við vorum þreytt. Nema Eldur Árni og Stormur Sær gistu hjá mömmu og pabba um nóttina. En Eldur Árni átti að mæta í afmæli hjá vini sínu klukkan ellefu á sunnudagsmorgninum.
Þarna vöknuðum við Eiki frekar seint. Við fórum út að skafa af Pussanum. Ég ákvað að ná mér í betri skó og taka með mér út nýju rúðusköfuna til að flýta fyrir skaferíinu. Ég fór inn, lagði frá mér lyklana, fór í skóna, greip sköfuna og hljóp út og skellti í lás á eftir mér. Og læsti lyklana inni! Jæja, þá byrjaði partýið að koma mér inn um glugga. Sem er nú EKKI það auðveldasta í heimi. Fyrir utan að sjálfsögðu að þá fór þjófakerfið á fullt og allt í rugli!
Jæja, lyklarnir náðust en nú var allt orðið 20mínútum seinna en áður og var það seint þá þegar :-/
Við náðum í Dio og allt í góðu með það. Þar sem okkur seinkaði svona mikið höfðum við engan tíma ti lað fá okkur ógeðslegan þynkumorgunmat (vorum reyndar ekkert þunn hehe) þannig að ég lofaði að sækja pizzu um leið og ég væri búin að skutla Eldi.
Ég dreif mig í hendingu heim til mömmu að ná í Eld en ætlaði að leifa Stormi að lúra áfram í vagninum sínum á meðan ég skutlaði Eldi í afmælið. Þegar ég kom til mömmu áttaði ég mig á að ég átti eftir að dobletékka með heimilisfangið. Ég fór inn á heimasíðu leikskólans en þá, einhverra asnalegra hluta vegna, virkaði ekki lykilorðið svo ég gat ekki fundið heimilisfangið! Jæja, nú var klukkan ORÐIN 11 og Eldur þegar orðinn seinn :-( Eftir bras og heilabrot áttaði ég mig á að fara inn á netbankann minn en það gekk ekki af því ég var ekki með auðkenniskvikindið. Mamma kunni ekki að fara inn á sinn heimabanka og pabbi var að keyra Ölmu systur einhvert. Allt í einu fattaði ég að ég gat sent mér lykilinn í gemsann... sem ég gerði. Jæja, þá var heimilisfangið fundið og við bruuunuðum af stað.
Eldur kom korter of seint í afmælið... í sparifötum en ekki grímubúning eins og mælst hafði verið til um *GARG!*
Hann var nú ekki alveg á því að sleppa mér svo ég var hjá honum alveg til klukkan tólf. Jæja, loks komst ég af stað. Ég var að beyja inn í Vallarhverfið þegar Eiki hringdi. Um leið og ég sá númerið hans fattaði ég að ég gleymdi að panta fjandans pizzuna! Sem ég gerði í hendingu en þurfti að mæta á staðinn til að panta því ég var inneignarlaus! Jæja, ég beið eftir pizzunni og heyrði í mömmu um hvort það væri nú ekki í lagi ef ég borðaði með Eika... allt í góðu með það, Stormur var (eins og alltaf) eins og engill. Jæja, pizzan var tilbúin og ég fór til Eika og við fengum okkur að borða.
Ég notaði tækifærði, þar sem stemningin var góð, og viðurkenndi að ég hafi .... aðeins pííínulítið.... keyrt utan í kantstein í Keflavík daginn áður... og ... *hóst* ... ripsað fegluna. Nei, ég slapp EKKI vel, þrátt fyrir pizzuna. Eiki varð fokvondur og talaði næstum ekkert við mig það sem eftir var af pizzunni :-s
Eftir pizzuna fór ég og sótti Eld og við fórum til mömmu og Storms. Þar chilluðum við dágóða stund þar til Eiki kom til okkar og hafði greinilega náð að jafna sig með felguna á þeim tíma. Hann þurfti að taka Dio (ég var á Dio) og fara með hann á Selfoss og fá vetrardekk undir hann. Og hann ætlaði að taka Eld með. Við tókum okkur saman og fórum út í bílana. Ég sá að ég hafði gleymt ljósunum á :-s Og nú var Dio rafmagnslaus!!! *GARG* Eiki gat varla horft á mig, hann var orðinn svo pirraður á mér. Hann þaut heim og náði í startkapla og kom Dio í gang. Ég færði bílstólinn hans Storms yfir í Pussann og við kvöddumst. Ég keyrði heim til að fara inn með dót úr bílnum.... En viti menn! Ég hafði gleymt lyklunum, veski og síma í Dio og draslið var á leið á Selfoss! *ARG* Jæja, mín var komin með aðra rasskinnina inn um gluggann þegar gluggarnir fara að nötra undan Dio. Jæja, Eiki minn hafði augljóslega tekið eftir að teflonhúðaða eiginkonan, sem ekkert loðir við, hafði gleymt draslinu sínu í farþegasætinu sínu. Ég gekk skömmustuleg að bílnum og tók draslið. Fátt fór okkur á milli nema svona helstu kveðjur. Oj, hvað ég var komin með mikið ógeð af sjálfri mér :-s
Jæja, ég þurfti að skjótast í smárann til að kaupa smá drasl. Ég marghugsaði allt sem ég ætlaði að gera. Fór vel yfir allt. Passaði upp á allt eins og ég gat. Sú verslunnarferð gekk áfallalaust. Á leðinni út í bíl hringdi Agnes (barnapían) og spurði mig hvort mig langaði ekki rosalega mikið til að sækja sig *LOL* Jújú, ég var alveg til í það. Sagði henni hvar ég var og að það tæki mig smá stund að komast inn í Fjörð. Allt í góðu með það.
Á leiðinni átti ég mjög erfitt með að sjá út um framrúðuna. Rúðan var haugskítug og rúðupissið ónýtt. Miðdegissólin var lág og blindaði mig næstum alveg. Ég fór að hugsa hvort ég ætti ekki að stoppa á bensínstöð til að þrífa rúðuna og kaupa eitthvað stuff til að eiga þar sem pissið er bilað. En ég afréð það því ég var viss um að ég myndi klúðra einhverju á leiðinni! En nei, ég gat nú ekki boðið Agnesi upp á að sitja í bílnum án þess að það sæjist almennilega út.... svo ég stoppaði á Rvkveginum. Þar var mér réttur brúsi með witespritt og tissjú. Á meðan afgreiðslustrákurinn leitaði af svona "travel" þurrkum til að hafa í bílnum ætlaði ég að setja spritt í tissjúið... sem tókst nú ekki betur en það að ég hellti whitespritti YFIR MIG ALLA!!! Ég var næstum farin að gráta þarna á miðri bensínstöðinni. Strákurinn brosti bara vinlaega, tók af mér sprittbrúsann og bréfið og bauðst til að fara og þrífa FYRIR mig rúðuna :')
Jæja, ég náði í Agnesi og mér tókst í alvöru ekki að klúðra neinu meiru þennan dag ENDA NÓG KOMIÐ AF ÞVÍ!
Ég vona að ég eigi ekki svona dag næstu 10árin *dæs*
<< Home