Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Veikindi

sunnudagur, júní 17, 2007

Veikindi

Vá, hvað er með heilsu þessarrar fjölskyldu minnar?
Strákarnir eru búnir að vera veikir á víxl í heilan mánuð eða meira og við Eiki erum nú ekkert að brillera sjálf. Sem betur fer eru strákarnir báðir voða geðgóðir þótt þeir séu veikir og þess vegna hef ég ekki misst nema tvo daga úr vinnu.
Stormur Sær byrjaði á að vera veikur einhvern tíma um miðjan síðasta mánuð og fekk eyrnabólgu upp úr því. Á sama tíma þurti ég að fara á sýklalyf líka út af streptókokkum. Einum og hálfum sólahring eftir að ég fæ sýklalyfin mín (rétt farin að geta kyngt og talað) er Eiki lagður inn á bráðamótöku Landspítalans með bráðabotnlangakast. Hann var skorinn um nóttina.
Um rúmri viku seinna fekk Eldur í eyrun. Það gerðist á ótrúlega skömmum tíma. Við ætluðum að labba út í Bónus og þegar við vorum að labba út úr dyrunum byrjaði Eldur að kvarta um verk í kjálkanum fyrir neðan eyrað. Ég hugsaði að við myndum alveg drífa í Bónus en svo var ekki. Eldur grét söltum tárum í Bónus og lét ekki huggast öll heimins sælgætiboð mömmu sinnar :'(
Við drifum okkur heim, tróð honum í vagninn hjá Stormi, og þegar heim var komið blandaði ég honum verkjalyf og hélt svo á honum grátandi í 20 langar mínútur á meðan verkjalyfin tóku virkni :'(
Jah, Eldur var ekki nema hálfnaður með pensilínkúrinn þegar hann fekk svo vírussýkingu ofan í þetta og fekk 39,5°c hita .... en bara í einn sólahring. Svo var hann bara orðinn hress og fór í leikskólann ???
Stormur fór að verða slappur strax á eftir honum en Eldur fekk þennan hita á sunnudagskvöldið fyrir viku og var orðinn hress á mánudagseftirmiðdag. Stormur var búinn að vera með hor nokkuð lengi og var svolítið druslulegur. Ég fór samt út að leika með hann og hina krakkana. Hann var afburðarvel klæddur miðað við hin börnin en það var rúmlega 13°c hiti. En ég veit ekki hvort þessi 20mínútna útiferð hafi haft eitthvað að segja, hann var kominn með 39,5°c hita um kvöldið og stanslaust rennandi hor. Og er þannig enn, 5 dögum síðar.
*dææææææs*