Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Anginn minn.

Lífið,
að leggjast hjá anganum sínum
stundarkorn.
Að stara í silfurblá augun
og horfa á þau lokast aftur,
sindrandi, tindrandi, tær,
geislandi af öryggi í mömmufangi.

Hamingjan,
að finna hjartsláttinn við sinn
taktfastan.
Að þrýsta þér þétt að mér,
að finna varmann kroppinn þinn
hætta að yða
og slakna í mömmufangi.