Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Fatty in the gim!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Fatty in the gim!

Iss piss, ég er ekkert feit! Bara aumingi :-D
Ég fór í gær að hitta Anný sjúkraþjálfa. Hún fór í gegn um salinn með mér á Bjargi og kenndi mér þær æfingar sem gera skal. Eiki og Stormur sátu rétt hjá og fylgdust áhugasamir með... jah, Eiki í það minsta... það var bara logn hjá Stormi og hann svaf þetta allt saman af sér.
Þetta var voða einfaldur hringur sem ég fór og ég gerði lítið af hverju. Eiki sat hins vegar og nuddaði saman lófum (bókstaflega- hann gerði það) og ég veit alveg hvað hann var að hugsa! Hann var að sjá fyrir sér hvernig hann myndi píska mig áfram á tækjunum og búa til einhverja Jófó Schwazenegger :-s
Annars leggst þetta bara rosalega vel í mig. Ég kvaddi octóber á þriðjudagskvöldi með kókglasi sem mér þótti ekki einu sinni svo gott... langt síðan ég drakk kóladrykk... og ónýtu hlaupi sem ég fann inn'í skáp. Ég borðaði tvo mola og langaði svo ekki í meir enda komið þráabragð af því *hrollur*
Í gærkvöldi fekk ég mér hins vegar bara vatn og Cheerios og rúsínur með imbanum. Við Eiki góndum saman á Da Vinci code og ég get nú ekki sat að ég gefi henni háa einkunn. Hún var svo sem fín en ekki eins HOT eins og allir segja hana vera. Pfff..

Jæja, ég segi betur frá hvernig tíminn fer á morgun. Þá ætla ég að taka svolítið á þessu :)

Kveðja,
The Schwazenegger to be