Dimma og þreyta
Dísús kræst! Það er bölvun að búa á Akureyri á þessum árstíma sem er að ganga í garð. Myrkrið hérna verður gersamlega yfirþyrmandi.
Það er ekki nema síðari hluti october og fimmtudags- og föstudagsmorgnarnir voru ansi dimmir. Það voru enn logandi ljós á staurunum um níu leytið þótt það væri orðið þokkalega bjart en Eldur og Eiki fóru út í myrkri klukkan átta.
Í lok nóvember og út janúar-febrúar er dimt til klukkan ellefu á morgnana og byrjar að dimma aftur klukkan tvö. Þetta er glatað! Þetta er það eina sem ég fíla EKKI við Akureyri... jah, fyrir utan þennan hvíta skít sem hleður hér úr himnunum á veturna. Á stundum sem slíkum vildi ég heldur geta kosið slabbið í Reykjavíkinni :-Þ
Ekki er það á allt bætandi hvað ég er syfjuð. Þetta er reyndar áunnin syfja, það er ég nokkuð viss um. En ég er svolítið hrædd við að ég dembist aftur í eitthvert bölvænlegt fæðingarþunglindi. Ég hlakka því óskaplega til að fara í nasistabúðirnar hans Eika um mánaðarmótin. Þá vonandi get ég komið upp góðri keyrslu á serótóníum í hausnum á mér og þá vonandi hressist ég verulega :) Það er líka svo frábært hvað Eiki minn er duglegur bakhjarl og hvatningin hjá honum nær alla leið :) En þangað til borða ég nammi og gos. Ég þarf að kveðja góðan vin minn, sykurinn, um mánaðarmótin :'( Það er raunverulega það eina sem mig kvíðir. Ég hef verulega mikla sætindaþörf, sérstaklega á kvöldin, og mér veitir ekkert af því að læra að koma eitthverju healthy inn í staðin :)
Jæja, nóg í bili ;)
Jófó.
<< Home