Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Jólin nálgast

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Jólin nálgast

Jæja, nú fer að styttast í jólin. Þau leggjast bara nokkuð vel í mig verð ég að segja. Eiki fór upp'á háaloft í dag og náði í allt jólaskrautið. Planið er að vera vangefinn íslendingur í ár og byrja að skreita húsið strax fyrstu vikuna í aðventu. Hvers vegna? Jú, við búum í dimmu krummaskurði sem kallast Akureyri og það er öll birta vel þegin á þessum skelfing dimmu mánuðum. Það er ágætt að vita að við erum ekki afbryggðilega snemma í því. Nágrannarnir fengu þann stimpil. Þau hér ská á móti okkur eru búin að hengja upp þakseríurnar og kveikja á þeim. Þannig að við munum ekkert skammast okkar að gera líka. Það er samt voðalega notalegt að horfa yfir götuna. Jólaljósin gefa manni smá birtu í skammdegið :)
Ég bakaði súkkulaðibitasmákökurnar mínar í gærkvöldi. Ég bakaði 3falda uppskrift, smá fyrir okkur, smá fyrir mömmu og pabba og smá fyrir teingdasettið. Þessar háöldruðu mæður okkar hafa bakað ofan í okkur krakkagrísina öll þessi ár, mér finnst alveg vera kominn tími til að endurgjalda þeim greiðann :)

Ég hef svolítið spáð í jólagjöfunum. Við erum mjög skipulögð í jólagjöfum í ár og þótt ekki sé búið að kaupa allar gjafirnar erum við búin að plana hver fær hvað :) Þá rennir hugurinn að því hvað mig langar. Aldrei þessu vant langar mig í eitthvað :) Það sem mig mindi langa í pakkann minn væri td :
Solis safapressa sem mig hefur langað lengi í
Bókina endalaus orka fyrir safapressur :)
Snjóskafa
Snjóskófla með löngu skafti :)
Grohe 15cm+ sturtukollur (svona eins og í sundlaugunum)
Leðurblöku í búri
Boli í stærð 12 því ég er orðin svo grönn :-D
Brjóstagjafaboli (fást í 2Líf stærð M)
Föndurbækur ?
Nákvæma baðvog svo ég geti séð hvað ég léttist í rægtinni :)
Myndvinnslupenna (svona penni í staðin fyrir mús)
Nýja tvíbreiða sæng (200x220 cm)

Æ, ég læt mér detta fleira í hug síðar.

Kveðja,
Jófó.