Wúbbs!
Jæja, ég fór í ræktina á fimmtudaginn síðasta. Djöflaðist eins og sönn hetja sem ætlar að losna við minst tólf og hálft kíló í fyrsta tímanum. Fór heim, fjandi stolt af sjálfri mér... og ætlaði að gefa Stormi að drekka ... wúbbs, það var ekkert til að gefa :( Öll mjólk var út í haga hjá hinum kúnum en hana var ekki að finna í mínum júgrum :'( Nei, hún féll öll niður og ég er búin að vera alla helgina að reyna að ná henni upp aftur :-s En þetta er komið loksins, nú á þriðjudagsmorgni. Púff, mikið bras hér á bæ. Ég varð bara að bíta af stolti mínu sem mjólkandi móðir og kaupa þurrmjólk fyrir stuttlinginn svo ég gæti bætt á hann þegar hann var sem svangastur. Hann hélt fyrst að ég ætlaði að eitra fyrir sér. Gretti sig og ullaði og endaði með að æla yfir mig :-s Daginn eftir tók hann þó bölvuðu glundrinu fegins hendi enda var hann sársvangur það skiptið. Ég þurfti þó ekki að gefa honum pelann nema 2x þessa daga sem júgrin fóru í verkfall en þessi tvö skipti voru þó vel þegin því annars hefði orðið lítið um svefn sökum hungurs.
En ég er að fara aftur á eftir. Klukkan er bara rétt að skríða í níu... Haldið'i að það sé kraftur í manni að vakna svona fyrir allar aldir ;) Ég ætla þó að fara að ráleggingu Betty systur og fara mér skelfilega varlega núna. Á að taka nokkur skipti, í það minsta fimm, og gera uþb. helminginn af því sem mér þætti fínt. Sem sagt bara tylla mér á góðan stað í salnum og svitna við að horfa á hina hlaupa, lyfta og púla :D
Jæja, þangað til síðar,
Jófó supercow
með uppreisnarjúgrin.
<< Home