Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Kaktusar

mánudagur, mars 26, 2007

Kaktusar

Kaktusar... geta verið voðalega sætir :) Ferlega krúttlegir með blómum og svona... stundum eru þeir svona mjúkir viðkomu en ef þú ert nógu heimsk/ur að strjúka þessum kaktusum máttu samt búast við að fá flís í þig. Sumir eru masó í kaktusa... fá kikk út úr að strjúka þeim. Ögra sjálfum sér eins og fífl við að pota í þyrnana :-Þ Ná að lokum tækni við að sleppa við að að stinga sig og geta faðmað heilu og hálfu kaktusabreiðurnar án þess að skaðast.

Djöfull get ég samt orðið brjáluð út í þessa #$% foreldra kaktusana þegar þeir finna sér nýja kaktusaunnendur til að passa litlu sætu kaktusana sína án þess að láta mig vita! Þetta kostar mig mánaðarlaun! Það virðist enginn fatta það. Ég hlýta að skemmta mér konunglega við að passa fallegu kaktusana þeirra. Jú, ég skemmti mér konunglega enda er ég svona kaktusamasókisti :-Þ En það þarf að vökva, skipta um mold, umpota og þrífa svo eftir allt saman og að gera það við 5 kaktusa á sama tíma er rosalegt álag og vinna. Ósjaldan lýk ég deginum með margar flísar í puttum, eyrum og geði. En ég tek alltaf opnum örmum kaktusunum morguninn eftir!*
Þetta skiptir kaktusaforeldar litlu máli. Jú, þeir eru ólmir í að ég geri þetta alltsaman en sjá ekki pointið í að ég vilji líka fá borgað fyrir þetta.

Kaktusar... sætir :-*

Kveðja í bili,
Jófó kaktusaunnandi.