Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Stormur Sær, I feel your pain :-s

fimmtudagur, mars 22, 2007

Stormur Sær, I feel your pain :-s

Hvað á það að þýða að vera orðin rúmlega hálffimmtug og vera að taka tennur??? Ég er búin að vera með ýmindaða tannholdsbólgu í tvo daga og þrátt fyrir bursrtun lagaðist það ekkert :-/ Svo, í sakleysi mínu, var ég að borða Cheerios hér í morgun og mikið ferlega var vont að tyggja vinstra megin. Hugsaði að nú þyrfti ég að fara að skola með sótthreynsandi til að losna við við þessa verki. Renndi létt yfir tanngarðinn og viti menn! Það mótar fyrir tindunum á endajaxli rétt undir húðinni :-s Gat nú verið! Ég sem er búin að trassa það að láta taka þessa jaxla í efri. Þeir neðri fengu að fjúka ´99 en efri urðu eftir. O-jæja, ég verð bara að sjá hvort þeir rúmist ekki þolanlega þarna þar til ég kemst til tannsa.

Tannpínukveðjur,
Jófó.