Ríjúníon ha?
Jájá, þá á að fara að hóa saman vitleysingana sem útskrifðuðust frá Víðistaðarskóla 1996.
Best að kasta framm stuttum og laggóðum pistli um hina stórfínu mig :)
Ég er alveg jafn mátulega biluð og þegar ég var í Víðó. Sennilega er ég öllu verri en þá þar sem nú hef ég öðlast sjálfstæða hugsun og get stutt sjáfa mig í allri þeirri vitleysu sem mér dettur í hug. Mér gæti allt eins dottið í hug að taka maraþon upp stiga, inn gang, inn í sal, niður stiga út gang, upp stigann aftur, inn ganginn, inn í salinn og endurtaka þetta svona eins og 12-13 sinnum :) Hvað gerir maður ekki þegar manni leiðist. Allt er skárra en að vera veggjarotta.
Nei, ég er ekkert búin að stækka. Ég er ennþá bara rétt rúmlega löggildur dvergur eða um 162cm. á hæð. Ég er dauðslifandifegin að vera ekki hærri. Ef ég væri hærri myndi það sennilega þýða að ég þyrfti að standa undir þeirri athygli sem ég vek. Þá er betra að vera bara í uþb. moppuhæð og trítla fyrir neðan fjöldann. Það er líka alltaf auðveldara að vera lágvaxin kona. Það eykur úrvalið af karlmönnum um allan helming ;)
Ég er frekar töff hvað karlaval varðar. Ég átti aldrei kærasta í grunnskóla enda er það yfirleytt bara gagnslaust. Ég fann mér hins vegar einn góðann bara 16ára gömul og ákvað að halda mér bara við hann. Hann er flottur og ég fíla hann í botn. Hann hefur þá náðargáfu líka að skilja mig og mína sýn á veröldina og það er að sjálfsögðu fínn kostur í hjónabandi ;)
Saman eigum við tvo syni. Eldur Árni er þriggja og hálfs árs og Stormur Sær er 6mánaða. Sem þýðir að ég fer að vinna hvað á hverju. Ég starfa sem dagmóðir. Mér finnst það æði og launin eru góð. Ég stefni á að fara í fjarnám í haust til að læra kokkinn. Matargerð er mín ástríða.
Eiki minn starfar við tölvuviðgerðir og er tónlistamaður í hjáverkum. Þetta gerir það að verkum að hann er mjög mikið heima með drengjunum okkar og er alveg æðislegur pabbi :)
Af hverju er ég kölluð Jófó? Jah, ég hef meira og minna verið kölluð Jófó af mínu fólki síðan ég var krakki. Eins og margir vita var ég horrengla og mamma sá ekki einu sinni ástæðuna til að setja eina rönd í náttfötin mín. Ég var gjarnan kölluð Jóa Fóa Feikimjóa en það var fljótlega stytt niður í Jóa Fóa og að endingum Jófó.
Ég læt þetta duga í bili. Hlakka til að hitta þetta lið aftur :-D
Bestu kveðjur,
Jófó
<< Home