Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Bara...

mánudagur, júní 02, 2008

Bara...

... hálf andlaus núna. Stormagullið mitt búinn að vera veikur frá því í gær og var svo grömpý í allan dag að hann var ekki viðræðu hæfur. Sama hvað ég dextraði við hann, það var bara grátið :'(
Eldur fór bara beint út að leika eftir leikskóla og það var nú meiri dramantíkin sem brast út hjá þeim stutta að fá ekki að fára út líka X-@ Þegar Eldurinn minn kom svo inn fór hann í bað og þá kom brálæðisæðið í þeim stutta PART2 *dæs* Stormur grét sem sagt frá þrjú til sjö, yfir öllu og yfir engu. Það var ekki nokkur leið að gera honum til hæfis greyjinu... nema jú, ég skrökva. Hann fekk að horfa á Gullu Grænjaxl á meðan Eldur var í baði og þá var hann sáttur.

Annars gengur þetta hjólaspól hægt. Lofaði að ég fengi að kaupa mér hjól þegar x verkefni væru búin á baðspeiglinum en þetta þokast... hægt... en það þokast. Er búin að bora fyrir því sem ég nennti síst, fyrir gardínunum í stofunni. Þarf að droppa í Byko og kaupa tappa og skrúfur til að geta hengt þetta drasl upp. Tók meira að segja öll óþarfa verkfæri úr glugganum og GEKK FRÁ ÞEIM!

Anyway, nenni ekki að blogga núna. Er, eins og fyrr segir, ferlega andlaus :-Þ

Andlausar kveðjur,
Jófó.