Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Hæbbs

fimmtudagur, júní 12, 2008

Hæbbs

Bara að láta vita af mér
Er hálf dösuð í dag... veit ekki hvort það er hitinn eða viðbrigðin að byrja að vinna úti. Eflaust góð blanda af hvoru tveggja.

Skrapp á Witesnake tónleikana í höllinni á þriðjudaginn og það var bara gaman. Svona seinna á kosið hefði ég frekar viljað vera niðri á gólfi... kanski með eyrnatappa... en það vantaði allan fíling í liðið uppi í stúku. Alla nema Eika, hann var á endanum og var í fíling fyrir alla ;)

Anyway, er að skrifa nokkrar Disney sögur yfir á disk til að hafa í bílnum fyrir englana mína. Ótrúlegt hvað þeir eru spakir þegar þeir hlusta. Jú, Stormur Sær hlustar líka ;) Talar, nei, en skilur, JÁ :) Sérstaklega það sem henntar honum ;)

Jæja, bið að heilsa í bili.