Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Dekk og Toy's R Us

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Dekk og Toy's R Us

Kræst, þessi leikfangaverslun er sjúk. Fór þarna milli fjögur og hálf fimm og tók rólega og stuttan hring til að kaupa afmælisgjöf með hnitmiðað hugafar að vera stutt og hafði meira að segja fyrir því að setja 100kall í kerru til að hafa Stormalinginn til friðs. Eldur var bara ljúfur og ótrúlega rólegur miðað við öll þau tonn af leikföngum sem þarna eru. En þrátt fyrir það var ég gersamlega búin á tauginni þegar ég gekk þaðan út. Það er eins og áreitið úr búðinni sé svo mikið að það dragi úr manni alla orku. Svo sjúklega margt að sjá í öllum hornum og svo geðveikislega margt að skoða.
Ég keypti tvær afmælisgjafir, eina fyrir afmælið á morgun og aðra sem verður í ágúst. Keypti litla sæta einnota myndavél með dýramyndum handa Eldi til að nota við eitthvert tækifæri og lítið kleinu"járn" handa Eldi til að nota í leirinn.

Annars var miðvikudagur í gær fyrir þá sem vissu það ekki hehe... og ég lyfti dekkjum á miðvikudögum ;)
Ég fór, með mínar sólbrenndu hendur, og druslaði dekkjum til og frá þar til ég gat ekki meir... þá hvíldi ég mig... og hélt svo áfram að drusla þeim til. Lauk svo herlegheitunum með að drusla 270kílóa elskunni minni 5 sinnum !
Ég var ansi vinsæl ;) Ég var með fullt af áhorfendum. Eiki, Agnes, Vitas, Teitur... sem sagt Team Laer... og svo var ég með klappstýrur á paninu fyrir neðan, miðaldra smiði sem gengu út á mitt planið sitt til að sjá mig lyfta... og voru í óða önn að þykjast vera að gera eitthvað þarna hahha... þarna var tómur vagn... og gras... og nei, þeir voru ekki að gera neitt nema góna á bossann á undri dömu í dekkjalyfum hnéh hnéh hnéh....

Anyway, dagurinn í dag er bara týbískur dagur sem kemur á eftir miðvikudegi.... í dag er HELLdagur. Sko, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, helldagur, hellvítinshelldagur, laugardagur, sunnudagur. Þetta er svona umþaðbil vikan mín and I love it ;) Get ekki labbað fyrir harrðsperrum. Er extra illa marin og sökuð um að sæta hjónaofbeldi í vinnunni. LOL! Right... haha... En ég tel vissara að setja inn mynd af mér í djöfulganginum til að koma því á hreint hvern fjandann ég er að gera ;)

Myndir frá keppninni Team Lager Strong Woman 2008


Byrjum á einu litlu, 120kíló... því næst þetta sem er næst
á myndinni en það er um 160kíló...



270kg elskan mín og ég :)


Tjaldvagnahásingin. Hún virkar nú ekki ýkja beisin en
eftir að hafa djöflað dekkjunum var hún ansi þung.



Það sama á við um dauðagönguna en ansi var sárt að
halda um böndin :(


Anyway, læt þetta duga í bili. Nú veit fólk að þetta er ekki heimilisofbeldi, bara fíflagangur. Og eins og mágur minn hann Hjalti segir gjarnan:,, Það er ekkert sem bannar smá fliiiipp'' ;)

Kveðja,
Jófó.