97% aðgerðarlaus laugardagur :)
Tókum okkur til hjónin, ef svo má að orði komast, og gerðum ekki neitt og fórum ekki neitt. Hér var horft á teiknimyndir fram að hádegi. Ég var á náttfötunum til tvö og sama með börnin. Eiki spilaði á strengi og lykla í aaaalllan dag, Stormur var bleiulaus og pissaði í öll horn sem hann fann og hitti þó ótrúlega oft á koppinn. Sagði meira að segja til í eitt skiptið. Eldur dandalaðist hérna meira og minna, leiraði, bílaði, hrekkti bróður sinn og passaði upp á hann, hennti honum einu sinni fram úr hjónarúminu, gólaði ef hann pissaði á óviðeigandi stöðum osfv...
Jú, ég bakaði tebollur með kaffinu. Stormur svaf í 40mínútur og þess á milli sem hann pissaði út í horn borðaði hann. Hann borðaði í allan dag. Sennilega hátt í 60% dagsins fór fram við matarborðið LOL!!!
Litlir menn voru svo settir í rúmið klukkan sjö að venju og voru furðu þreyttir miðað við hvað þeir gerðu ekki neitt! Stormur sofnaði snuddulaus og illgjarnir foreldrarnir hafa ákveðið að fjarlægja þetta gúmmídrasl fyrir fullt og allt ;) Eldur var easy as 1,2 and 3 og steinrotaðist strax. Ég sofnaði meira að segja með Stormi haha! Af því ég var sko svo þreytt NOT!
Vaknaði við eitthvað soundtrack sem Eiki var að hlusta á um svefn, þreytu og hressleika. Eitthvað var þetta tengt því að hversu hress maður er kemur því ekkert við hversu sofinn maður er heldur hitastigi líkamans. Um leið og líkamshitinn lækkar þreytist maður. Og besta ráðið til að hressa sig er að hækka líkamshitann með eitthverjum gáskahætti. Td. leika við hundinn eða hlaupa. Sennilega vel ég seinni kostinn bæði af því ég á ekki hund og ég þarf ekki að taka með mér skítapoka. Kanski ég hafi þetta bak við eyrað næst þegar ég dey úr sleni ;)
En þar til næst eða bara þar til ég framkvæmi eitthvað annað en leti,
Jófó.
Ps. JÚ, víst gerði ég smáú...
Ég setti nýja display mynd
af mér hérna á bloggið til
vinstri :)
<< Home