Föstudagskvöld
og ég er búin að stífbóna baðið, forstofuna og ganginn. Þá meina ég að allt er skothelt og glansandi. Tók svo vel til í hvítu hillunni á ganginum að ég gat loksins tekið brúðarvöndinn minn upp úr kassa og komið honum fyrir þar :) Svo er skeinkurinn líka alveg tómur! Ekkert smá frábært.
Með herlegheitunum hef ég svo sötrað á bjór og smjattað lakkrís.
Svo er karlinn bara pissfullur eitthverstaðar út'í Básum hvað sem það nú er :-Þ
Knús og kossar,
Jófó.
<< Home