Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Ég segi það enn og aftur...

miðvikudagur, desember 03, 2008

Ég segi það enn og aftur...

... að hætta að æfa til að hafa tíma til að sinna eitthverju öðru eru þau alverstu mistök sem ég hef nokkru sinni gert.
Að fara 3 sinnum í viku í salinn og lyfta úr mér von og vit er það sem heldur gangverkinu í mér tifandi. Um leið og ég hætti að trekkja mig þá bara einfaldlega gengur klukkan ekki!
Að halda að ég spari tíma er vitleysa frá A-Ö því það sem gerist þegar ég hætti að æfa er að tíminn sem ég hef er svo orkuþreyttur að ég nýti hann ekki í hálfkvíst miðað við það sem annars væri.

JÁ, ÉG ER BYRJUÐ AÐ ÆFA AFTUR ! ! !

Ég er búin að skrifa niður laaangan 4ra síðna lista af things 2 do fyrir jól og ég ætla að klára hann fyrir jól !!!
Á morgun ætla ég td. að:
Saumalistinn: Sauma franska rennulásinn á úlpuna hans Elds.
Útilistinn: Kaupa festingar fyrir útiseríu og fara með vagninn til Ella bró
Heimalistinn: Ekkert spes akkúrat í dag nema vera mamma ...
Tölvulistinn: Vinna mynd fyrir Dísu frænku og endurskipuleggja æfingarprógrammið mitt með tilliti til hvar ég þarf að rótera álaginu svo ég verði sem minst þreytt í hverjum vöðvahóp fyrir sig og til að æfingin komi sem best út.

Jahá, ég skal svo bara láta vita hvort ég náði að standa við þetta allt :)

Knús og góðanótt kossar klukkan hálf tvö :)
Jófó litla
sem er vonandi að endurheimta geðheilsuna :)