Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Jæja beibís

laugardagur, október 04, 2008

Jæja beibís

Ég hef margt og misjafnt á fjölunum þessa dagana.

Ég er í vefstjóranámi sem felst í að ég læri að setja upp frá grunni, og selja vefverslannir. Þannig að ég mun, á næstu misserum, reka mitt eigið barnaland haha! Já, eða söluland öllu heldur.

Ég er að klepra í vinnunni sem er nú í frásögum fært. Ég elska vinnuna mína. Ég elska vinnuumhverfið mitt og flesta sem ég vinn með. Ég ER ALLTAF glöð og kát og segi grín og er bara alltaf hress. En það er ein kona sem á svo voðalega bágt með mig. Mikið ofsalega vorkenni ég henni að þykja ég svona voðalega leiðinleg. En ef svo væri bara raunin væri allt í góðu. En vandamálið er að hún er hætt að hafa hemil á sjálfri sér og lifir út vinnudaginn að ætla mætti, með ónotum og kuldalegum augngotum. Hún rífst í mér og nöldrar yfir öllu sem er í matinn! Ég hef í allt sumar mætt í vinnuna með jákvætt hugafar í vasanum og tilbúin að takast á við daginn með mínu eindæma diplómatíska hugafari en eftir því sem leið nær hausti hefur verið erfiðara og erfiðara með hverjum deginum að halda brosinu út daginn og undanfarið hefu ég farið sótill úr vinnunni dag eftir dag.
Það sem verra er að yfirmaður minn stendur EKKI í þessu með mér eins og hún á að gera. Á fimmtudaginn síðasta kom þessi umrædda kona að eldhúsinu og spurði mig hvort ég ætti til meiri kæfu (brauð með súpunni). Ég svaraði því neitandi og því miður væri ekki meira til af ófrosinni kæfu. Þá spurði hún hvort það væri ekkert annað álegg!? Ég benti henni pent á að það væru 3 aðrar áleggtegundir á borðinu fyrir framan hana! En það var ekki henni sæmandi því hún vildi fá ost! Ég svaraði því að hann væri ekki í boði. Þá fór hún að tuða yfir því að ég segði það svo oft og upphófst rifrildi þar sem ég stóð með sjálfri mér aldrei þessu vant og ég bara reifst við hana og endaði á að segja henni að þetta væri ákvörðun yfirmanns og ég hefði ekki yfir þessu að ráða nema upp að x marki. Yfirmaðurinn umræddi sat næst eldhúsinu, svona ca.3metra frá okkur. Og hún leit ekki einu sinni upp
Ég var mjög ánægð með hvað ég var dugleg að leyfa þessarri umræddu konu að valta ekki yfir mig og standa í hárinu á henni

Í lok dags kom ég við á skrifstofu yfirmannsins og kom með ábendingu um að fólk sem færi heim með mat úr eldhúsinu þyrfti að skila ílátum á vaskborðið því það þyrfti að sótthreinsa þau í uppþvottavélinni til að koma í veg fyrir krosssmit ectr....
Anyway... TAKK FYRIR OG NEI TAKK! KONUDRUSLAN ÁKVAÐ AÐ ÁMYNNA MIG fyrir leiðindar tilsvör og að NOKKRIR starfsmenn hefðu kvartað undan tilsvörum frá mér. Þetta kom mér eðlilega rosalega á óvart og ég hugsaði þetta út allan daginn og langt fram á dag daginn eftir. Þar til ég hitti á næstráðanda og gekk á hana í einlægni og bað hana um að segja mér satt, hvort þetta hefðu í alvöru verið NOKKRIR starfsmenn eða bara einn ákveðinn. Og jú, það var raunin. Henni er greinilega svona vooooðalega illa við mig

Þessa dagana er ég því að reyna að halda uppi sparibrosinu ... svona eins langt og það nær.

Jæja, búin að pústa í bili.
Ætla að láta þetta duga eins og er.

Knús og kossar,
Jófó