Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: Barnaland með 404 error wott!!??

mánudagur, febrúar 09, 2009

Barnaland með 404 error wott!!??

Hvað er málið, dópið mitt er búið!?
Hehehe....

Annars er ég bara heima með Storminn minn lasinn. Hann náði sér í eitthverja andstyggðar flensu og er voðalega smár í dag. Annars hef ég rosalega gaman af honum þegar hann er einn með mér. Eldur hefur svolítið truflandi áhrif á hann, stúfinn, en þegar Stormur er "einn" heima unir hann sér svo vel og er svo gaman að sjá hvað hann leikur sér mikið.

Ég er búin að vera að missa mig í þvottinum í dag enda veitti ekki af. Ég er búin að þvo 3 vélar og sú fjórða í gangi og er að verða búin að brjóta saman úr ríflega 5 vélum að meðtöldum þvottinum sem er búinn að liggja í sófanum í viku :-Þ

Annars er lítið að frétta nema hvað að ég er loksins búin að fullvinna Ísófík síðuna svo allar síður eru virkar núna :) En í sálfu sér er þetta eilífðarverkefni enda bara vinnan mín svo síðan mun alltaf vera í eitthverri þróun.
Ég er núna að vinna í undirsíðu sem heitir "Íslenskt handverk" en er í beinum tengslum við nafnið Ísófík sem er samansuða úr Íslenks Grafík. Ég auglýsti eftir listafólki og var bent á konu sem málar svona ljómandi fallegar myndir sem ég kolféll fyrir. Það eru nefnilega SVONA myndir sem ég hefði málað ef ég hefði haldið áfram að mála ... en ég valdi þess í stað tölvugrafík enda er hún miklu plássminni og snyrtilegri hehe!

Ojæja, látum þetta gott í bili.

Off I go to ðe þvott ;)

Kveðja,
Jófó.
39 -  MG 0035

41 - Sólarljos - 84x84 cm 55.000 kr..jpg