Og það blæs...
Það er nú sjaldnast lognmolla hjá honum Stormi mínum. Þegar gera á hlutina er lágmark að gera þá með stæl.
Hann lagðist í flensu, ræfillinn, á sunnudaginn síðasta. Hor, hiti, tár og sviti. Gasalega kyssilegur öllum stundum þetta fallega barn mitt :-s Ofan í þetta var hann með í mallanum alla dagana.
Hann lá sunnudag, mánudag, þriðjudag og var allur að skríða saman á miðvikudeginum. Enn þó með hitavellu og voðalega lúinn. Hann var nú lítið fyrir að borða þessa daga sem er ekkert nýtt þegar hann er lasinn. Matur verður aukaatriði.
Rétt fyrir kvöldmat var lítill kroppur að príla og brasa í sófastólnum þegar allt í einu BOMM!!! hann dettur svona rosalega illa beint á stofuborðið með ennið :'( Og nú er hann með þumlungslanga bláa kúlu á enninu fyrir ofan augabrúnina :'(
Eitthvað lítið borðaði hann í kvöldmatnum í kvöld. En samt... það týndist ofan í hann dálítið af brauði með mysing og skyrsúpu. Hann var svo voðalega mikið að kvarta í bumbunni sinni. Þegar ég var svo búin að bursta í honum tennurnar gubbaði hann auminginn minn, góða gusu yfir allt baðgólfið og skreitti í leiðinni öll nýþvegnu handklæðin hennar mömmu sinnar :-s
Þegar hann svo var búinn að jafna sig glotti hann bara yfir þessu öllu saman. Hann er alveg dásamlegur þessi drengur :)
Þar til síðar,
Jófó
heppnasta pottormamamma í heimi :)
<< Home