Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: ágúst 2007

föstudagur, ágúst 31, 2007

Ég er með köku í ofninum :)

Nei, ég er ekki ófrísk. Ég er með köku í ofninum í orðsins fyllstu. Er að baka tvo marengsbotna til að búa til Bessó eða öðru nafni Bessastaðartertu :) Besta tertan í bænum. Ég skal splæsa uppskriftinni undir þeim skilmálum að nafninu verður ekki breytt úr Bessó yfir í td. Rjómatertu :-Þ

4 eggjahvítur
400g púðursykur
1/2 tsk. edik

Stífþeytt saman og sett í 2 form og bakað við 160°c í 50mínútur

Fylling:
1/2 ltr. þeyttur rjómi
2 neongræn epli (rauð eru of væmin með marengsinum)
200g brytjað Nóa súkkuðlaði

Namminammminammmmmiiii



Annars er ég að baka fyrir afmælið hans Elds. Hann verður hvorki meira né minna en 4ra ára núna á sunnudaginn, 2.september. Jahérna hvað þetta er fljótt að líða :-s
Og Stormalingurinn minn verður 1árs þann 14. Þvílíkt hvað þetta líður hratt :-s

En jæja, ég verð að halda áfram ;)

Kveðja,
Jófó
með bleiku svuntuna :)

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

The day aftier hehe

Jahérna hér! Nú er ég árinu eldri en ég var í fyrradag og líður bara dúndurvel! Að sjálfsögðu varð ég 17 en eins og teingdamamma segir þá er maður eins gamall og manni þóknast að vera. Í ár ætla ég að vera 17ára ;) Það er fínn aldur. Í tilefni af því ætla ég að halda stelpupartý með bleiku þema á laugardaginn!

Annars var gærdagurinn bara lovely :) Ég kláraði vinnudaginn og fór í Smáralindina með Agnesi barnapíu, Eldi og Stormi :) Agnes fór með púkana í Veröldina okkar og þeir skemmtu sér konunglega á meðan ég skrapp í Hagkaup og verslaði mér buxur og pils. Að því loknu hittum við Eika minn á Pizza Hut og fengum okkur gott að borða.

Þegar heim var komið kom fullt af óvæntum gestum sem var hálf vandræðalegt því bjáninn ég átti EKKERT til að bjóða fólkinu :-s Ég opnaði ískápinn og bauð þeim.... ab-mjólk!!!
Þarna komu teingdamamma og teingdapabbi, mamma mín og Alma systir og svo kom Guðrún mín með pakka :-D Í honum var alveg ógeðslegaflott kerti, þunnur bogi með fullt af kertaþráðum og vaxið var eins og reykað... Mjög erfitt að lýsa..... Allavegana, það var ógeðslega flott!!!

*
En hann Eldur minn er orðinn veikur. Hann var svo heitur í morgun að ég ákvað að mæla hann og hann var með smá hitavellu. Ég ákvað því að halda honum heima. Sem betur fer því hann fór að kvarta sáran undan magaverkjum og að endingu fór hann að kasta upp. Ég sendi því börnin heim um hádegið til að geta sinnt sjúklinginum mínum fallega.

Jæja, ég læt þetta duga í bili.

Knús og kossar,
Jófó.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Mest lítið að frétta

nema ég á afmæli á morgun. Ég er að verða 17ára!!! NOT! En ræðum það ekkert frekar. Er meira að fíflast í fólki að ég hafi conflicta fyrir aldrinum frekar en hitt. Læðist yfir mig meiri furða yfir þeim þroska sem ég hef náð á undanförnum árum. Hugsa með hryllingi til sjálfrar mín fyrir nokkrum árum. Ég barðist við langvinna leiðindargelgju í bland við að sjálfsögðu gamla og ekkisvogóða þunglindið. Ég held ég hafi bara verið frekar leiðinleg framm undir tvítugt hehe... Tók aðeins í hnakkadrambið á sjálfri mér þegar ég var alveg að deeeeyyyyjjja yfir systur minni. Jú, hún er gelgja, það er ekki spurning! Og hún getur verið pínu kjánaleg stundum. En gosh, leifum henni að vera bara 17 í friði!!! ÉG var ekki shit skárri!
Annars ætla ég að halda upp á afmælið mitt til tilbreytingar. Ég hélt ekki upp á 15ára afmælið mitt. Ég var of buissy geting married ;) Ekki hélt ég upp á afmælið þar á eftir og ekki síðast heldur. Ætla að hafa stelpukvöld með góðum mat og skemmtilegum stelpum. Bauð teingdamömmu en er voðalega spæld yfir að hún komist ekki. Ok, ég er ferlega leim að bjóða henni í stelpuparty, I know, en mér finnst hún yndisleg og hún er vinkona mín ;)

Anyway, ég ætla að horfa á einhverja grínmynd með karlinum mínum sem er duglegastur í ÖLLUM HEIMINUM OG BESTASTUR OG SÆTASTUR OG ALLT ÞAR Á MILLI.

I LOVE YOU ALL!!!
(ekki að margir lesi )

Kveðja,
Jófó litla.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Oh, ég er svo heppin

Hann Eiki minn er fæddur 5.febrúar 1980. Sem þýðir að hann er hálfu ári eldri en ég. Sem þýðir að ég er en bara 26ára á meðan hann er búinn að vera 27ára í hálft ár. Þar sem hann er fæddur 5.febrúar fellur hann í mitt vatnsberamerkið. Og það er hann svo sannarlega, vatnsberi!!!

Þar sem ég á afmæli eftir nokkra daga, nánar tiltekið þan 22.ágúst, vildi hann gefa mér afmælisgjöf eins og almennilegum eiginmanni ber að gera ;) Nema hvað að þar sem hann er vatnsberi þarf hann að gera allt best! Svo hann ákvað að það væri nú kominn tími til að hrekja mig frá borðtölvunni sem er nánast staðsett í eldhúsinu, og gaf mér því fartölvu, nánar tiltekið laptop :) Litla músin Jófó var að sjálfsögðu hin allra ánægðasta í heiminum enda tókst honum svo sannarlega að koma kerlunni sinni á óvart. Það er ekki auðvelt á þessum bæ því ég er yfirleytt bara ofsalega glöð með allt sem ég fæ. En í þetta skiptið varð ég bara svo miklu meira en ofsaglöð, ég varð bara kjaftstopp og sat eins og asni og brosti út að eyrum þangaði til mig verkjaði í kinnarnar :-)))

Þegar ég fór að spyrja út í græjuna kemur í ljós að hann lætur ekki duga að gefa dömunni sinni miðlungs fína tölvu heldur hafði hann fyrir því að finna vönduðustu og bestu tölvu sem er á markaðinum í dag. Svo fín og flott að það eru ekki til uppfærslur fyrir græjuna. Jahérna hér! En hann lét ekki hér við sitja. Hann gaf mér líka svokallaða höfn sem er slíður sem ég pota fína laptopinum í og get þannig notað annan skjá, annað lyklaborð, aðra mús, prenntara, skanna, you name it! við græjuna. Lapinn breytist beisiklí bara í borðtölvu. ÝKT KÚL! Hann hugsaði þennan útbúnað allan út frá tölvunáminu sem ég hyggst leggja í í vetur. Jibbí, ríalítítékk!!! Þetta er geeeðveikt!!!

Svo nú er stelpan bara gúdd tú gó tú skúl !

Bestu kveðjur,
Jófó með sólheimaglottið!!!

Ps. drullist til að kvitta ef þið eigið leið hjá.
Þið vitið, linkurinn hér beint fyrir neðan sem
stendur á Comments!