Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: apríl 2007

mánudagur, apríl 09, 2007

Páskar

Af hverju skrifa ég þetta blogg vitandi að enginn les þetta nema einhverjar örfáar hræður einstaka sinnum á ári og þá sennilegast bara óvart hehehe... Ágætis púst þó. Fúff, ég át td. of mikið um þessa páska. Reyndar var það bara gærdagurinn sem ég sleppti mér. Ég fekk ríspáskaegg nr.9 frá manninum mínum og hakkaði það nánast í mig ein í gær. NAAAMMMMMM.... *sleeeef* og svo tætti ég í mig hamborgarhrygg bæði í gærkvöldi, páskadag og líka á laugardaginn. Oh my god hvað þetta er góður matur og skemmir ekki fyrir fígúru eins og mér að borða þetta tvö kvöld í röð ;) Með þessu svolgraði ég svo ótæpilega af malti og appisssíni og naut í botn.

En :-/

Bansettir eftirmálarnir. Mér líður eins og blöðru í dag. Ég er svo útþanin og ógeðsleg að ég fæ hroll þegar buxnastrengurinn er farinn að þrengja að hálsinum á mér. Kræst hvað maður getur veri stjúpit að éta eins og svín svona svín :-/
Úff, og snillingarnir sem ákváðu að halda bekkjaendurfundi hjá útskriftaráfanganum mínum næstu helgi. ER EKKI Í LAGI HEIMA HJÁ YKKUR!?!?!?! Ég vona að þið séuð að deyja úr móral sjálf yfir að hafa étið yfir ykkur múhahahaha!!! Whell, I am :-/

Eldur Árni virtist þola páskasukkið ágætlega þrátt fyrir mjólkuróþolið sitt. Hann tætti í sig mjólkursúkkulaðiegg nr.2 án nokkurra eftirmála að mér sýnist. Ég er núna að vona að þetta óþol hafi dvínað á þessu eina og hálfa ári sem hann hefur verið á mjólkurfríu fæði. Við eigum tíma hjá Lúther barnameltingargúrú eftir nokkra daga og ég vona að hann geti gefið okkur einhverja hugmynd um stadusinn á kútnum okkar. Kanski hann meigi fara að fá einhverra þessarra fæðutegunda aftur fljótlega sem hann hefur þurft að sneiða hjá svo lengi :)

Annars ætla ég að fara að drekkja mér í þvotti og góna á Heroes :) Alltaf gaman á mánudagskvöldum, þvottur og Heroes he-he-he... nörd!

Knús og kossar,
Jófó feitabolla!

http://www.blogaholics.ca/Zeiss1.jpg