Jæja, tók í hnakkadrambið á mér í gær og tók verulega til hér í kompunni svo það var bara orðið nokkuð huggulegt síðla dags.
Mamma hringdi óvænt í mig um hádegið og sagðist vera að plana
"litlustrákakvöld" fyrir ömmubörnin og spurði hvort ég hefði áhuga á að leifa strákunum að gista hjá sér yfir nótt. Auðvitað var ég til og þótti þetta frábær hugmynd. Hugsaði að það væri æði ef þetta yrði gert að föstu, td. 1x í mánuði, því börn eeeelska fastar venjur og þau eeeeelska ömmu og afa ;)
Jæja, þarna sá ég mér gott til glóðarinnar að geta klárað bara að skúra þá um kvöldið og þá væri helgin afgreidd.... *hóst*...Jæja, ég hugsað það aðeins lengra og fanst nú eiginlega sniðugra að nota tækifærið og gera eitthvað rómantíst með manninum mínum ;) Jæja, ég hringdi í Eika og sagði honum fréttirnar og sagði að ég ætlaði að bjóða hónum *hósthósthóst* að sko, hann mætti bjóða mér út að borða ;) ho-ho :)
Jæja, mamma, Betty og Axel Þór komu í hús til að ná í mína stráka og ég var þá að ljúka við pönnukökubakstri. Betty kommentaði á það að ég þyrfti að fara í sturtu og ég var voða hissa og spurði af hverju og hún tilkinnti mér að ég væri skítug en varð svo eitthvað asnaleg og benti á blett á buxunum mínum X-D Ég greip þá tusku og þurrkaði blettinn og woulah! Ekkert skítug lengur ROFL!!!
Anyway, Eiki kom heim og sagði mér að sparklæða mig en ég var fremur efins þar sem ég veit eiginlega aldrei hvað "spari" þýðir í hans karlahuga ;) En þegar ég sá að hann var kominn í skyrtu og tók til greina að RAKA SIG !!!! Þá fór ég nú að hafa metnað og forvitni til að gera mig súperflotta ;)
Jæja, við rúntuðum heil ósköpin með Opeth í botni í barnlausum bíl og fíluðum rómantíkina alveg í tætlur ;) ............
Eiki lagði svo bílnum við Laugarásvideo og skilaði tveimur myndum og pikkaði þar upp leigubíl *klóríhaus*
Þaðan var ferðinni haldið niður í miðbæ þar sem ferðin endaði á
götuhorni en þar hittum við engin önnur en
MÆJU OG ÓSKAR !!! Og vá, ég var svo hissa og ánægð og glöööööð :-D
Drengirnir okkar, þeir
Eiki KALL og
Óskar KALL voru sem sagt að mótmæla
okkur Mæju KERLINGUM því að þeir væru
KALLAR og ákváðu að koma okkur báðum á óvart að bjóða okkur út að borða á Einari Ben, gasalega fansí veitingahúsi :-o
Þvílíkt hvað stemningin var góð og kvöldið var ÆÐISLEGT!
OK, strákar, þið eruð kallar en þið eruð samt rómantískir !!!Við borðuðum og töluðum og tölluðum og borðuðum og töluðum svo enn meira.
Fórum svo heim til okkar og héldum áfram að tala framm undir miðnætti.
Æðislegt kvöld og minna má nú ekki segja.
Jæja, í dag fór ég að grenslast dálítið fyrir og þá kom í ljós að þetta er búið að vera á teikniborðinu hjá aðviðhéldum órómantíku mönnunum okkar Mæju í tvær vikur!!! Betty vissi þetta og þess vegna var hún að benda á að ég ætti að skreppa í sturtu. Og já, ég hálf sá eftir að hafa ekki skroppið í sturtu hehe...
Það var ekki mamma sem átti hugmyndina af strákakvöldinu heldur Eiki. Eiki plottaði mömmu til að plotta mig og úr þessu varð þetta stórskemmtilega plott! Og jú, ég var alveg plottuð og plötuð í tætlur!
Knús og kossar,
Jófó :)