Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: maí 2008

fimmtudagur, maí 22, 2008

Illt í bakinu...

Búin að sitja á mínum "eðal" tölvustól sem kun vera grjótharður eldhússtóll sem er þar að auki að detta í sundur :-s

Búin að sitja við lokaverkefnið í allt kvöld og náði undir seinni hlutann alveg hörku keyrslu og er farin að sjá nokkuð fína heildarmynd af þessu öllu saman.

Júgurvísjón á laugardagskvöldið og sumarbústaðarferð fyrir strákana. Fer með þá til Önnu annað kvöld og það verður hopp og hí hjá þeim yfir helgina :)

Jæja, nóg í bili, verð að flýja þennan stóúúúl :(

miðvikudagur, maí 21, 2008

Skólinn

Jæja, næst-síðasti tíminn í skólanum var í kvöld. Eftir að hafa gegngið hræðilega illa að handa fógus í síðustu 3 tímum fekk ég loksins kúlurnar til að smella tónlist í eyrun og blasta úr mér heilann. Og hvað gerðist? Jú, ég ownaði bara ;) Náði topp-fógus og rúllaði 2 verkefnum upp eins og ekkert væri. Plús 20mínútna matarpásu :-P
Sem sagt, gengur príðilega í skólanum og lokaverkefnið á að vera í skilum klukkan fjögur á föstudaginn. Ég er á góðri keyrslu en þarf samt að nota hvert tækifæri sem gefst næstu daga, til að vinna í því.

AGNES, ERTU TIL Í AÐ PASSA????
ég veit að þú ert sú eina sem lest þetta anyway hahahaha!!!!!!!!

Fór annars í salinn í MORGUN. Mjög fínt, finn engan mun á tímasetningunni. Fann alveg forláta bók í klefanum sem kom svo í ljós að eigandinn á, en ég er alltaf svo góð að skila ;)
Anyway, ég DÓ! þegar ég fletti þessarri bók! Hún er geeeeðveeeeik!!! Akkúrat fyrir anatomyfreekið mig!!!
http://www.amazon.com/gp/reader/0736063684/ref=sib_dp_pt#reader-link

Jæja, best að hátta.

Góða nóttina,
Jófó.

föstudagur, maí 16, 2008

Böstuð af löggunni... eh... djók!

Jæja, mín var á leiðinni heim í dag. Var búin að skutla Stormi á róló en átti eftir að fá mér prótein, greiða mér og setja upp í mig tennurnar áður en ég skrippi í salinn. Mín lenti á eftir húsbíl á leiðinni sem fór nú ekki ýkja hratt. Ákvað því að renna mér framm úr honum áður en kæmi að þrengingunni (80zone). Hann var nú ekki alveg á því að hleypa mér fram úr svo ég þurfti aðeins að hafa fyrir því. Jæja, úbbúbbúbb... Sigman getur nú stundum verið dálítið viljug svo ég er nú ekki frá því að ég hafi verið komin lítillega upp í 3ja stafa tölu áður en ég vissi af... Ojæja, mín fekk blá ljós í gluggann svo ég fann góðan stað og fór upp á kant.... Nema löggi virtist ekki vera á eftir mér og fór fram hjá mér. Þá fór húsbíllinn í panick og fór út í kant og setti hasarinn á... nema löggan hafði heldur engan áhuga á honum .... og fór fram hjá... ööööööööööööööö........????????????????? Þannig að drykklanga stund vorum við bæði eins og aular úti í kanti áður en við drulluðumst af stað :-Þ


Annars er áformað að fara aftur með Eld í sellónám næsta haust. Betsý vinkona hefur srkáð Steinþór, strákinn sinn, í sellónám líka .... oh, við tónlistaskólann á Akureyri svo það eru miklar líkur á að TónAk innkalli sellóið hans Elds. Steinþór er árinu yngri en Eldur. Þannig að við fórum í gær í sellóleiðangur og enduðum á að panta nýtt selló fyrir Eldinn okkar í stærð 1/10 sem er litlu stærra en lágfiðla ;) Krúttið er jú svo smár allur. En maður er þó ekkert lágvaxinn. Nibb, ég mældi krakkan fyrir tæpum 2mánuðum og þá var hann 99,5cm hár. Við mældum hann svo aftur nú fyrir tæpri viku og þá var hann orðinn 104 cm hár. Góðann og glóðaðan daginn!!!

Stormur Sær er orðinn baðóður. Hann var nebblega að læra nýtt orð! Hann er farinn að segja BAH... og svo strýkur hann brjóstið á víx en það er táknið fyrir bað. Og nú er hann sísuðandi um að skreppa í bað, krúttið :)

Jæja, ég hafði samband við Kós um daginn og athugaði hvað nýr leðurfrakki kostaði. Já, blessuð, 48þúsund takk. Ég þakkaði kærlega en spurði hvort það væri hægt að þrengja frakka sem væri 1-2 nr. of stór á mig. Ekki málið, það væri um 6-19þúsund ef leðrið er ekki mikið eytt. Svo ég reikna með að innan tíðar verði frakkinn kominn á axlirnar á mér ;) Ég er farin að sakna hans sárlega og var næstum farin að íhuga að fita mig í hann aftu LOL! Niiii, ekki sjéns. Vil frekar vera svona grönn og sexy ;)
Fór í salinn hjá Hress áðan :-Þ Glataður kústaskápur með meiru. En ég þarf bara að tóra þarna fram í ágúst en þá sameinast Tecnosport og Hess hérna í næstu götu við húsið mitt ;)

Hmmm......... ég myndi setja mynd af mér hérna núna....



HÉR



En það hefur ekki verið tekin mynd af mér síðan ÉG TÓK SJÁLF MYND AF MÉR Í DESEMBER!!!!

Jæja, nóg í bili.
Knús og kossar,
Jófó.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Heitt :-s

Jæja, er ég ekki bara nokk búin að vera dugleg að blogga undanfarið? Held ég hafi sjaldan verið jafn dugleg að nenna þessu. Er að komast upp í rútínu með þetta og svo er þetta líka farið að vera skemmtilegt ;)

Er í pásu í skólanum núna. Er í dánarslitrunum í augnablikinu enda hitinn hérna í stofunni hátt í 30°hiti hérna inni og allir að dreeepast.

Anyway.

Dagurinn var algert æði. Ég sótti Eld um eitt leytið í leikskólann og við fórum, í bongóblíðunni, í Húsdýragarðinn og skoðuðum dýrin. Um þrjú leytið fórum við svo á Stelluróló og ég skildi þá bræður eftir, Storm í fyrsta sinn enda varð hann löglegur rólómaður í dag :) Þeir skemmtu sér alveg konunglega á meðan ég squattaði úr mér líftóruna, einum 17,75kílóum hvoru megin, újéééé!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Samtals... ... aunga, þarf að opna reiknivélina......... 55,5 kíló, újé! Og svo split-squattaði ég sjálfri mér ásamt 4kg í hvora hönd 8sinnum, fjórum sinnum í röð...úúúújééééé!!!!!!!!!!!!

Ágætis viðbót við hetjudáðir hans Eika í dag hahaha!!!

Jæja, tíminn að byrja aftur.
Þar til næst,
Jófó.

350 kíló

Ég fekk símtal frá Eika áðan... hann spurði hvort ég væri heima og fyrst svo væri ætlaði hann að koma og biðja mig um að kíkja á sig... bað mig um að hafa við höndina brunagel ef ég ætti.
Mín fekk alveg hnút í magann og hugsaði að fyrst hann væri á leiðinni heim þá væri eitthvað verulegt að :-s Hann trúir því að heima hjá sér sé nefnilega sjúkrahús... og að ég sé THE doctor ;) Dúllan.
Jæja, minn kemur heim, læðist framm hjá sofandi Stormi í vagni, og það fyrsta sem hann gerir er að klæða sig úr bolnum :-/ ??? Skellir svo upp úr og segir að ég meigi alveg hlæja að þessu ...
Þá hafði minn maður verið að LEIKA SÉR Í VINNUNNI! Þeir voru í keppni um að lyfta 350kílóa búkolludekkjum. Nema eftir að hafa velt þessu blessaða dekki ríflega 10sinnum var víst lítið sem ekkert skinn eftir á öxlunum á karlinum ROFLMAO !!! Snillingur!

Annars er lítið eftir af próteinbrauðinu. Það er svooo gooott!

Ætla með strákana í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á eftir :)
Fer svo með þá á róló á meðan ég fer að æfa en Stormur er 20mánaða í dag og þar með orðinn löggildur rólómeðlimur ;)
Er annars nokkuð spennt fyrir æfingunni núna á eftir. Er að byrja á nýju prógrammi :-o Sjáum til hvort ég fari að ná að auka þyngdirnar mínar eftirleiðis. Er búin að vera föst svolítið lengi :-/

Jæja, bestu kveðjur frá
The mass famely LOL!!!

þriðjudagur, maí 13, 2008

Þriðjudagur og ekki baun

Jamms... bara sit hérna og læt mér leiðast. Stormur sofandi. Jú, var að baka mjög skrítið brauð sem ég þori varla að smakka :-s
Í því er:
Slatti af hveiti
Slatti af vanillupróteindufti :-Þ
ger
salt
Smá af omega 3,6&9 olíu
Slumma af eplamauki
Sletta af vatni
Og dálítið kúmen :-þ

Annars er ég bara hress. Var ferlega útdin í morgun og ákvað því að máta Jacky Chan teið hans Eika og wúhú... það er bara alveg ágætt sko :-D

Nóg af rausi í bili.
Jófó.

sunnudagur, maí 11, 2008

Gærkvöldið !

Jæja, tók í hnakkadrambið á mér í gær og tók verulega til hér í kompunni svo það var bara orðið nokkuð huggulegt síðla dags.
Mamma hringdi óvænt í mig um hádegið og sagðist vera að plana "litlustrákakvöld" fyrir ömmubörnin og spurði hvort ég hefði áhuga á að leifa strákunum að gista hjá sér yfir nótt. Auðvitað var ég til og þótti þetta frábær hugmynd. Hugsaði að það væri æði ef þetta yrði gert að föstu, td. 1x í mánuði, því börn eeeelska fastar venjur og þau eeeeelska ömmu og afa ;)
Jæja, þarna sá ég mér gott til glóðarinnar að geta klárað bara að skúra þá um kvöldið og þá væri helgin afgreidd.... *hóst*...

Jæja, ég hugsað það aðeins lengra og fanst nú eiginlega sniðugra að nota tækifærið og gera eitthvað rómantíst með manninum mínum ;) Jæja, ég hringdi í Eika og sagði honum fréttirnar og sagði að ég ætlaði að bjóða hónum *hósthósthóst* að sko, hann mætti bjóða mér út að borða ;) ho-ho :)

Jæja, mamma, Betty og Axel Þór komu í hús til að ná í mína stráka og ég var þá að ljúka við pönnukökubakstri. Betty kommentaði á það að ég þyrfti að fara í sturtu og ég var voða hissa og spurði af hverju og hún tilkinnti mér að ég væri skítug en varð svo eitthvað asnaleg og benti á blett á buxunum mínum X-D Ég greip þá tusku og þurrkaði blettinn og woulah! Ekkert skítug lengur ROFL!!!

Anyway, Eiki kom heim og sagði mér að sparklæða mig en ég var fremur efins þar sem ég veit eiginlega aldrei hvað "spari" þýðir í hans karlahuga ;) En þegar ég sá að hann var kominn í skyrtu og tók til greina að RAKA SIG !!!! Þá fór ég nú að hafa metnað og forvitni til að gera mig súperflotta ;)

Jæja, við rúntuðum heil ósköpin með Opeth í botni í barnlausum bíl og fíluðum rómantíkina alveg í tætlur ;) ............
Eiki lagði svo bílnum við Laugarásvideo og skilaði tveimur myndum og pikkaði þar upp leigubíl *klóríhaus*

Þaðan var ferðinni haldið niður í miðbæ þar sem ferðin endaði á götuhorni en þar hittum við engin önnur en MÆJU OG ÓSKAR !!! Og vá, ég var svo hissa og ánægð og glöööööð :-D
Drengirnir okkar, þeir Eiki KALL og Óskar KALL voru sem sagt að mótmæla okkur Mæju KERLINGUM því að þeir væru KALLAR og ákváðu að koma okkur báðum á óvart að bjóða okkur út að borða á Einari Ben, gasalega fansí veitingahúsi :-o
Þvílíkt hvað stemningin var góð og kvöldið var ÆÐISLEGT!

OK, strákar, þið eruð kallar en þið eruð samt rómantískir !!!

Við borðuðum og töluðum og tölluðum og borðuðum og töluðum svo enn meira.
Fórum svo heim til okkar og héldum áfram að tala framm undir miðnætti.

Æðislegt kvöld og minna má nú ekki segja.

Jæja, í dag fór ég að grenslast dálítið fyrir og þá kom í ljós að þetta er búið að vera á teikniborðinu hjá aðviðhéldum órómantíku mönnunum okkar Mæju í tvær vikur!!! Betty vissi þetta og þess vegna var hún að benda á að ég ætti að skreppa í sturtu. Og já, ég hálf sá eftir að hafa ekki skroppið í sturtu hehe...
Það var ekki mamma sem átti hugmyndina af strákakvöldinu heldur Eiki. Eiki plottaði mömmu til að plotta mig og úr þessu varð þetta stórskemmtilega plott! Og jú, ég var alveg plottuð og plötuð í tætlur!

Knús og kossar,
Jófó :)

föstudagur, maí 09, 2008

Föstudagskvöld

Hafði það bara notalegt í kvöld.
Eldaði kjötbollur handa strákunum oooog eldaði síðan líka súperdjúsí pizzu handa Eika þegar hann kom heim. Master in the kitchen!
Góndum svo saman á rómantísku hrollvekjuna I am legend og hún var bara þrælfín.
Íbúðin í rúst og þarf að fara að taka til hehe....

Luv you all,
Jófó.