Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: mars 2007

mánudagur, mars 26, 2007

Kaktusar

Kaktusar... geta verið voðalega sætir :) Ferlega krúttlegir með blómum og svona... stundum eru þeir svona mjúkir viðkomu en ef þú ert nógu heimsk/ur að strjúka þessum kaktusum máttu samt búast við að fá flís í þig. Sumir eru masó í kaktusa... fá kikk út úr að strjúka þeim. Ögra sjálfum sér eins og fífl við að pota í þyrnana :-Þ Ná að lokum tækni við að sleppa við að að stinga sig og geta faðmað heilu og hálfu kaktusabreiðurnar án þess að skaðast.

Djöfull get ég samt orðið brjáluð út í þessa #$% foreldra kaktusana þegar þeir finna sér nýja kaktusaunnendur til að passa litlu sætu kaktusana sína án þess að láta mig vita! Þetta kostar mig mánaðarlaun! Það virðist enginn fatta það. Ég hlýta að skemmta mér konunglega við að passa fallegu kaktusana þeirra. Jú, ég skemmti mér konunglega enda er ég svona kaktusamasókisti :-Þ En það þarf að vökva, skipta um mold, umpota og þrífa svo eftir allt saman og að gera það við 5 kaktusa á sama tíma er rosalegt álag og vinna. Ósjaldan lýk ég deginum með margar flísar í puttum, eyrum og geði. En ég tek alltaf opnum örmum kaktusunum morguninn eftir!*
Þetta skiptir kaktusaforeldar litlu máli. Jú, þeir eru ólmir í að ég geri þetta alltsaman en sjá ekki pointið í að ég vilji líka fá borgað fyrir þetta.

Kaktusar... sætir :-*

Kveðja í bili,
Jófó kaktusaunnandi.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Stormur Sær, I feel your pain :-s

Hvað á það að þýða að vera orðin rúmlega hálffimmtug og vera að taka tennur??? Ég er búin að vera með ýmindaða tannholdsbólgu í tvo daga og þrátt fyrir bursrtun lagaðist það ekkert :-/ Svo, í sakleysi mínu, var ég að borða Cheerios hér í morgun og mikið ferlega var vont að tyggja vinstra megin. Hugsaði að nú þyrfti ég að fara að skola með sótthreynsandi til að losna við við þessa verki. Renndi létt yfir tanngarðinn og viti menn! Það mótar fyrir tindunum á endajaxli rétt undir húðinni :-s Gat nú verið! Ég sem er búin að trassa það að láta taka þessa jaxla í efri. Þeir neðri fengu að fjúka ´99 en efri urðu eftir. O-jæja, ég verð bara að sjá hvort þeir rúmist ekki þolanlega þarna þar til ég kemst til tannsa.

Tannpínukveðjur,
Jófó.

mánudagur, mars 12, 2007

Oh, shit

Dagurinn í dag var dísaster! Hann heppnaðist alveg glimrandi vel en ég hélt ég myndi deyja. Að þvælast um alla þessa geðbilðuðu höfuðborg til að gera mig tilbúna til að starta vinnunni aftur. Drengirnir stóðu sig eins og hetjur og Eika tókst að keyra ekki yfir neinn þrátt fyrir hægagang í umferðinni. Rekstrarvörur, þar eyddi ég nú alveg klukkutíma. Keyrði yfir puttann á Eldi þar sem hann sat undir kerrunni hjá mér og ákvað að það væri góð hugmynd að troða puttanum undir dekkið. Svo keyrði kerlingin af stað, alveg staurblind. Og krakkaræfillinn rak að sjálfsögðu upp skelfingaröskur :'( Vúbbs :-s
Svo var það heildverslun John Lindsay og svo var það Kringlan og svo var það Laugavegurinn og svo var það Smáralindin. Guð minn góður, mig langar bara heim á Akureyri aftur. Hvernig nennir fólk að þvælast svona alla daga vikunnar??? Ég er bara fegin að búa í úthverfi Hafnarfjarðar :-Þ

Ég hitti Sesselju mína í dag. Við höfum ekki sést í uþb. 2ár. Hún saup kveljur yfir því hvað Eiki lýtur vel út. Wúhú! Audda, svona eiga eiginmenn að taka sig til og gera sig hot fyrir eiginkonurnar sínar ;)

Jæja, nú ætla ég að skríða upp í stóra mjúka rúmið mitt og lúlla sætum svefni *HRJÓT* og bíða eftir að Eiki komi heim. Gæjinn alveg á fullu að gera við tölvur þessa dagana og er barasta í útköllum og alles ;)

Bestu kveðjur,
Jófó litla

Ríjúníon ha?

Jájá, þá á að fara að hóa saman vitleysingana sem útskrifðuðust frá Víðistaðarskóla 1996.
Best að kasta framm stuttum og laggóðum pistli um hina stórfínu mig :)

Ég er alveg jafn mátulega biluð og þegar ég var í Víðó. Sennilega er ég öllu verri en þá þar sem nú hef ég öðlast sjálfstæða hugsun og get stutt sjáfa mig í allri þeirri vitleysu sem mér dettur í hug. Mér gæti allt eins dottið í hug að taka maraþon upp stiga, inn gang, inn í sal, niður stiga út gang, upp stigann aftur, inn ganginn, inn í salinn og endurtaka þetta svona eins og 12-13 sinnum :) Hvað gerir maður ekki þegar manni leiðist. Allt er skárra en að vera veggjarotta.

Nei, ég er ekkert búin að stækka. Ég er ennþá bara rétt rúmlega löggildur dvergur eða um 162cm. á hæð. Ég er dauðslifandifegin að vera ekki hærri. Ef ég væri hærri myndi það sennilega þýða að ég þyrfti að standa undir þeirri athygli sem ég vek. Þá er betra að vera bara í uþb. moppuhæð og trítla fyrir neðan fjöldann. Það er líka alltaf auðveldara að vera lágvaxin kona. Það eykur úrvalið af karlmönnum um allan helming ;)
Ég er frekar töff hvað karlaval varðar. Ég átti aldrei kærasta í grunnskóla enda er það yfirleytt bara gagnslaust. Ég fann mér hins vegar einn góðann bara 16ára gömul og ákvað að halda mér bara við hann. Hann er flottur og ég fíla hann í botn. Hann hefur þá náðargáfu líka að skilja mig og mína sýn á veröldina og það er að sjálfsögðu fínn kostur í hjónabandi ;)
Saman eigum við tvo syni. Eldur Árni er þriggja og hálfs árs og Stormur Sær er 6mánaða. Sem þýðir að ég fer að vinna hvað á hverju. Ég starfa sem dagmóðir. Mér finnst það æði og launin eru góð. Ég stefni á að fara í fjarnám í haust til að læra kokkinn. Matargerð er mín ástríða.
Eiki minn starfar við tölvuviðgerðir og er tónlistamaður í hjáverkum. Þetta gerir það að verkum að hann er mjög mikið heima með drengjunum okkar og er alveg æðislegur pabbi :)

Af hverju er ég kölluð Jófó? Jah, ég hef meira og minna verið kölluð Jófó af mínu fólki síðan ég var krakki. Eins og margir vita var ég horrengla og mamma sá ekki einu sinni ástæðuna til að setja eina rönd í náttfötin mín. Ég var gjarnan kölluð Jóa Fóa Feikimjóa en það var fljótlega stytt niður í Jóa Fóa og að endingum Jófó.

Ég læt þetta duga í bili. Hlakka til að hitta þetta lið aftur :-D

Bestu kveðjur,
Jófó