Hann
Eiki minn er fæddur
5.febrúar 1980. Sem þýðir að hann er hálfu ári
eldri en ég. Sem þýðir að ég er en bara 26ára á meðan hann er búinn að vera 27ára í hálft ár. Þar sem hann er fæddur 5.febrúar fellur hann í mitt
vatnsberamerkið. Og það er hann svo sannarlega,
vatnsberi!!!
Þar sem ég á afmæli eftir nokkra daga, nánar tiltekið þan
22.ágúst, vildi hann gefa mér afmælisgjöf eins og almennilegum eiginmanni ber að gera ;) Nema hvað að þar sem hann er vatnsberi þarf hann að
gera allt best! Svo hann ákvað að það væri nú kominn tími til að hrekja mig frá borðtölvunni sem er nánast staðsett í eldhúsinu, og gaf mér því fartölvu, nánar tiltekið
laptop :) Litla músin
Jófó var að sjálfsögðu hin allra ánægðasta í heiminum enda tókst honum svo sannarlega að koma kerlunni sinni á óvart. Það er ekki auðvelt á þessum bæ því ég er yfirleytt bara ofsalega glöð með allt sem ég fæ. En í þetta skiptið varð ég bara svo miklu meira en ofsaglöð, ég varð bara kjaftstopp og sat eins og asni og brosti út að eyrum þangaði til mig verkjaði í kinnarnar :-)))
Þegar ég fór að spyrja út í græjuna kemur í ljós að hann lætur ekki duga að gefa dömunni sinni miðlungs fína tölvu heldur hafði hann fyrir því að finna
vönduðustu og bestu tölvu sem er á markaðinum í dag. Svo fín og flott að það eru ekki til uppfærslur fyrir græjuna. Jahérna hér! En hann lét ekki hér við sitja. Hann gaf mér líka svokallaða
höfn sem er slíður sem ég pota fína laptopinum í og get þannig notað annan skjá, annað lyklaborð, aðra mús, prenntara, skanna, you name it! við græjuna. Lapinn breytist beisiklí bara í borðtölvu. ÝKT KÚL! Hann hugsaði þennan útbúnað allan út frá tölvunáminu sem ég hyggst leggja í í vetur. Jibbí, ríalítítékk!!! Þetta er geeeðveikt!!!
Svo nú er stelpan bara gúdd tú gó tú skúl !
Bestu kveðjur,
Jófó með sólheimaglottið!!!
Ps. drullist til að kvitta ef þið eigið leið hjá.
Þið vitið, linkurinn hér beint fyrir neðan sem
stendur á Comments!