Boooring blogg
Ætli ég verði ekki stundum að blogga um neikvæðu hliðarnar á mér :-Þ
Eftir að hafa legið uppí rúmi í nokkrar mínútur var ég alveg með það á hreinu að ég væri ekkert á leiðinni að sofna. Ég svaf framm að hádegi í dag plús að ég sofnaði milli hálf níu og tíu í kvöld með Stormi mínum :-s Því er ég sest hérna með heitt kakó og mjólkurkex til að pikka nokkrar nauðsynlegar vangaveltur.
Ég hef undanfarna daga verið að velta sjálfri mér fyrir mér. Hver er ég, hvað er ég og hvað vil ég? Satt best að segja hef ég ekki hugmynd :( Ég er tveggja barna móðir og eiginkona, skapill með meiru en blíð þar fyrir utan. Ég kann ógeðslega margt og ég veit ennþá meira. Ég er drullufær í svakalega mörgu EN! Ég hef enga unun af neinu sem ég geri. Ég get samt ekki sagt að ég sé vélræn í því sem ég tek mér fyrir hendur. En það er ekkert sem fangar hug minn annað en fjölskyldan mín litla. Það er þó meira en sumir hafa það. Sumt fólk nýtur einskyns. Ekki einu sinni barnanna sinna :(
Ég var með þá flugu í hausnum í mörg ár að verða klæðskeri. Vettfangurinn heillar mig ennþá en ekki eins mikið og áður. Aðalega vegna þess að íslenskir klæðskerar hafa ekki mikið að gera. Tíska og fjöldaframleiðsla er í hávegum höfð og dýr sérsniðin klæði eru hálf OFF nema hjá uppunum.
Hómópatanám greip mig um stund. Það er heillandi að geta gert það sem ég er svo flink í, að hjúkra öðrum, án þess að leggja fyrir sig áratuga læknisnám með tilheyrandi bölvuðum stærðfræðiáföngum.
Klukkan er tvær mínútur í eitt. Stormur Sær er vaknaður til að fá sopa. brb...
01.07 Þetta var sjortari hjá honum. Hann var allt of þreyttur til að drekka mikið. En hann er stundvís strákurinn :) Alltaf vaknar hann á slaginu eitt :)
Anyway, ef ég kinni að reikna hefði ég sennilegast farið í hjúkrunnarfræðinginn fyrir löngu. En þar sem eitthverjum snillingi datt í hug að moka öllum þessum stærðfræðiáföngum í stúdentinn legg ég enn ekki í það. Ég veit ekki til þess að hjúkkur þurfi mikið að reikna. Kanski svo og svo margar pillur en hey, Eldur Árni er bara þriggja og kann að telja upp að 14 :)
Ljósmóðirin... oh, in my wildest dreams! Það er fag sem á við mig. En þá þarf ég víst að ljúka stúdentinum OG hjúkkunni áður.
Ég áttaði mig á því í fyrradag að það er eitt fag sem ég hef aldrei svo mikið sem dottið í hug að leggja fyrir mig. Það er kokkurinn. Ég hef ástríður í matargerð og er ansi góð í því. En ég er þessa dagana svolítið hrædd við að velta svona fyrir mér því ég missi áhugann svo fljótt. Hvers vegna veit ég ekki og langar mikið til að vita.
Jæja, ég missti alveg þráðinn við að gefa litla englinum mínum :-Þ Ég læt móðinn mása við annað gott andvaka tækifæri.
Knús og góðanóttkossar,
Jófó.