Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: desember 2008

mánudagur, desember 15, 2008

Meira jóla-njóla

Ég fór á alveg dásamlega tónleika í fyrradag. Tónleikarnir voru lokaliður í afmælishátíð Hafnarfjarðarbæjar og skörtuðu m.a. Flensborgarkórnum, foreldrum hans Helga, vinar hans Elds, þeim Ívari og Margréti söngvurum ásamt Agli Ólafs og einhverri hex gellu með KILLER þurra viskírödd, mjög töff :)
Þar fannst mér Norðurljósavikivaka vera toppurinn á tónleikunum og at the moment hljómar það í mínum annars vonlausu labtop hátölurum :) Snilldar verk sem Ívar kun hafa samið. Ekki slæmt sko!

Anyway, jólasveinarnir hafa verið óvenju praktískir í ár og hrúga námsbókum í "aumingja" Eld sem sér sig kvaddan til að fara að læra að lesa. Ég meina, krakkinn kann nánast að lesa án þess að við gerðum okkur grein fyrir. Þekkir alla stafina eða svo gott sem, getur talið stafi í nafni, millinafni og föðurnafni, rímar eins og Grímar og kom alveg listavel út úr Hljóm sem er próf í lestrarhæfni leikskólabarna. Prófið er í raun hannað til að fiska út börn sem mögulega gætu átt í erfiðleikum með lestur þegar á líður.
Stormur fær svo púsl í lange-bane enda er barnið sjúkt í púsl :)

Íbúðin hjá mér er búin að vera í krónískri rúst síðustu vikur en það má rekja til bara alls sem ég hef bloggað undanfarið enda tíðin ekki sú auðveldasta. Eftir að ég fór að æfa fór ég nú öll að koma til en langt í land fyrir jólin :-s
Agnes er myndreader, bauðst til að koma og hjálpa mér að taka til krúttið. Luv U :) Og langar svo að fara í strætóferð með stráknum.

Ég er búin að kaupa tvær jólagjafir handa Eika sæta en glætan að ég fari að setja það inn hér!

Ojæja, læt þetta duga í bili. Ætla að gera eitthvað "pínu gagnlegt" áður en Heroes byrja!

Knús og jólakossar,
Jófó.

sunnudagur, desember 07, 2008

Jóla-njóla

Skooo... Ok, ég viðurkenni að ég náði ekki alveg að klára það sem ég átti að klára í gær en ég réðist í nokkur önnur verkefni, td. að pakka inn megninu af jólagjöfunum og gera slatta af jólaþrifum.
Það er nú reyndar í frásögur færandi að ég sendi pakkann norður til Freyju... svona dæmi um verk sem ég drolla yfirleytt með fram á síðustu stund og sendi svo með hraðpósti *hóst*
Anyway, jú, mér tókst þetta hvorki meira né minna en 5.desember!
Ojæja, allt í góðu með það... EF ÞETTA HEFÐI VERIÐ PAKKINN HENNAR FREYJU!!!

JÁ , mér tókst að senda vitlausan pakka norður!!! Hvernig er þetta hægt??????????

Jæja, anyway... mamma og Eiki hafa krafið mig um að setja jólagjafalista á netið. Ef þau hefðu talað við mig í nóvember hefði ég getað taliðu upp ótal hluti sem mig langar í . Aldrei þessu vant langar mig í eitthvað :) Ég er yfirleytt alltaf sjálfri mér næg :)

Staðreyndin er reyndar að ég fann penagenið mitt í vor svo ég er orðin mjög pen. Ég er að verða dama ;) Svo ég er rosalega kát að fá alla pakka sem innihalda eitthvað prinsessu .... eins og td. eyrnalokka eða hárskraut eða bara wott ever svona girly-dót

But here it goes. Mig lanar ííí:

Fallega boli (ég nota svartan hlýrabol undir það sem er of fleygið )
Keramik krullujárn með stórum krullum
Púlsmæli
Hálsmen og eyrnalokka í stíl.
Hárlit nr.55
Glært eða hvítt fíngert jólaskraut (gler)
Útivistarjakki/úlpa/anorakk -ég á þykka úlpu, vantar millistig. Td. svona soft shell eða hvað það nú heitir dót.
Flass á myndavélina mína
Fet - inniskó
3gb lítinn usb lykil
Stand á gólfið fyrir rúmteppi
Svarta spariskó -ég hef átt sömu spariskóna síðan ég var 16 og þeir eru eiginlega bara alveg dánir.



Shi... ég man ekkert annað í augnablikinu.

En þar til síðar.
Jófó

fimmtudagur, desember 04, 2008

I told you so!

Ég er öll að koma til :)


Í dag gerði ég þetta:

Ég fór með vagninn til Thelmu (Elli bró var að vinna)
Ég fór með föt til Betty.
Ég keypti festingar fyrir seríuna ásamt löngum bor til að laga eldhússtólana.
Ég endurskipulagði æfingarprógrammið mitt og tókst að sannfæra ástina mína um að byrja að æfa aftur enda er törnin á enda.
Ég næ reyndar ekki að vinna í Dísumynd enda er klukkan orðin ellefu. EN um leið og ég sendi þetta frá mér ætla ég að sauma á úlpuna hans Elds :)
Auk þess keypti ég efni í fimleikabolinn hans Eld OG keypti Rosalegu risaeðlubókina handa honum í jólagjöf :)

Jæja góðir hálsar...

Á morgun ætla ég að:

Saumalistinn: Byrja á að sníða fimleikabolinn hans Elds.
Útilistinn: Senda jólagjöfina norður til Freyju og co
Heimalistinn: Jólaþrif í herberginu hans Elds... jafnvel hans Storms líka.
Tölvulistinn: Vinna mynd fyrir Dísu frænku

Sjáum svo hvað mér tekst að áorka en ég bendi þó á, ég ER að fara að æfa á morgun :)

En þar til á morgun,
knús og kossar,
Jófó orkubolti

miðvikudagur, desember 03, 2008

Ég segi það enn og aftur...

... að hætta að æfa til að hafa tíma til að sinna eitthverju öðru eru þau alverstu mistök sem ég hef nokkru sinni gert.
Að fara 3 sinnum í viku í salinn og lyfta úr mér von og vit er það sem heldur gangverkinu í mér tifandi. Um leið og ég hætti að trekkja mig þá bara einfaldlega gengur klukkan ekki!
Að halda að ég spari tíma er vitleysa frá A-Ö því það sem gerist þegar ég hætti að æfa er að tíminn sem ég hef er svo orkuþreyttur að ég nýti hann ekki í hálfkvíst miðað við það sem annars væri.

JÁ, ÉG ER BYRJUÐ AÐ ÆFA AFTUR ! ! !

Ég er búin að skrifa niður laaangan 4ra síðna lista af things 2 do fyrir jól og ég ætla að klára hann fyrir jól !!!
Á morgun ætla ég td. að:
Saumalistinn: Sauma franska rennulásinn á úlpuna hans Elds.
Útilistinn: Kaupa festingar fyrir útiseríu og fara með vagninn til Ella bró
Heimalistinn: Ekkert spes akkúrat í dag nema vera mamma ...
Tölvulistinn: Vinna mynd fyrir Dísu frænku og endurskipuleggja æfingarprógrammið mitt með tilliti til hvar ég þarf að rótera álaginu svo ég verði sem minst þreytt í hverjum vöðvahóp fyrir sig og til að æfingin komi sem best út.

Jahá, ég skal svo bara láta vita hvort ég náði að standa við þetta allt :)

Knús og góðanótt kossar klukkan hálf tvö :)
Jófó litla
sem er vonandi að endurheimta geðheilsuna :)


mánudagur, desember 01, 2008

Disapointment :(

Jæja, ég var að koma úr frábærum föndurhittingi í vinnunni - NOT !
Ég ákvað að taka mig persónulega á og reyna að umgangast fólkið meira af mínu frumkvæði. Ég taldi frábær leið að leggja þeim lið í föndri sem var í kvöld. Ég talaði við þá sem átti að sjá um þetta og leitaði mér upplýsinga. Já, ég spurði og leitaði upplýsinga! Þetta átti sem sagt að vera svona markvisst föndur sem yrði selt til styrktar starfsmannasjóðnum og styrktarfélaginu. Flott mál, ég með!
Kom svo með strákana mína og ætlaði þvílíkt að vera með. Ég hljóp bara í hringi og bað um að fá að gera eitthvað. Enginn gat svarað mér og mér var bent á mósaíkföndur en eftir að hafa beðið 3 starfsmenn og í það minsta 4sinnum um að mér yrði komið af stað með hvað ég ætti að gera þá gafst ég upp og fór að leika við syni mína... með hnút í maganum og hjartslátt í brjóstinu :( Gaf þeim kakó og reyndi hvað ég gat til að teyja tímann í klukkutíma svo það væri ekki eins áberandi þegar ég færi. Allir voru víst bara að föndra sitt. Jú, nokkrar voru að föndra axlahlýjur til að selja eins og mér var sagt en annars voru bara hinir að föndra fyrir sjálfa sig jólagjafir n'stuff.
Enginn kom og gaf sig að orði við mig. Ég spjallaði við þær tvær eða þrjár alveg undir lokin og benti þeim á í góðu að ef ég hefði verið látin vita þegar ég spurði, þá hefði ég tekið með mér saumavélina mína og saumað húfurnar úr efninu sem ég hafði keypt á leiðinni niður í vinnu :-/ Þær mölduðu bara í móinn eða svona svo gott sem svöruðu því ekki.

Úff, þetta er svooo lýgjandi :(
Finnst ég meira einmanna í þessarri vinnu, innan um allt þetta fólk, heldur en í skúringunum þar sem ég er ein :(

Ég elska það að vera í stjórn Netíss ehf. Þar er ég metin fyrir það sem ég er og bara ég ER. Fólk tekur eftir mér. Þar líður mér vel. Ég er ekkert að missa mig en fólk hlustar á mig :) Það segir mér alveg nóg :) Það segir mér bara að senda þennan ignorant kjéllíngarhóp í vinnunni land og leið um LEIÐ og kreppan fer dvínandi.

Jjæja, nóg í bili af röfli.
Fýlupúkinn :(