Meira jóla-njóla
Ég fór á alveg dásamlega tónleika í fyrradag. Tónleikarnir voru lokaliður í afmælishátíð Hafnarfjarðarbæjar og skörtuðu m.a. Flensborgarkórnum, foreldrum hans Helga, vinar hans Elds, þeim Ívari og Margréti söngvurum ásamt Agli Ólafs og einhverri hex gellu með KILLER þurra viskírödd, mjög töff :)
Þar fannst mér Norðurljósavikivaka vera toppurinn á tónleikunum og at the moment hljómar það í mínum annars vonlausu labtop hátölurum :) Snilldar verk sem Ívar kun hafa samið. Ekki slæmt sko!
Anyway, jólasveinarnir hafa verið óvenju praktískir í ár og hrúga námsbókum í "aumingja" Eld sem sér sig kvaddan til að fara að læra að lesa. Ég meina, krakkinn kann nánast að lesa án þess að við gerðum okkur grein fyrir. Þekkir alla stafina eða svo gott sem, getur talið stafi í nafni, millinafni og föðurnafni, rímar eins og Grímar og kom alveg listavel út úr Hljóm sem er próf í lestrarhæfni leikskólabarna. Prófið er í raun hannað til að fiska út börn sem mögulega gætu átt í erfiðleikum með lestur þegar á líður.
Stormur fær svo púsl í lange-bane enda er barnið sjúkt í púsl :)
Íbúðin hjá mér er búin að vera í krónískri rúst síðustu vikur en það má rekja til bara alls sem ég hef bloggað undanfarið enda tíðin ekki sú auðveldasta. Eftir að ég fór að æfa fór ég nú öll að koma til en langt í land fyrir jólin :-s
Agnes er myndreader, bauðst til að koma og hjálpa mér að taka til krúttið. Luv U :) Og langar svo að fara í strætóferð með stráknum.
Ég er búin að kaupa tvær jólagjafir handa Eika sæta en glætan að ég fari að setja það inn hér!
Ojæja, læt þetta duga í bili. Ætla að gera eitthvað "pínu gagnlegt" áður en Heroes byrja!
Knús og jólakossar,
Jófó.