Skyndiákvarðannafríið.
Allt sem við tókum okkur fyrir hendur var ekki fyrirfram ákveðið heldur ákveðið með uþb. korters fyrirvara :-D
Í dag er síðasti dagurinn í yndislegasta sumarfríi sem við höfum átt.
Við brugðum okkur af bæ á fimmtudaginn í siðustu viku og kíktum vestur á Snæfellsnes til Guðrúnar vinkonu sem þar býr. Þar dingluðum við okkur alveg fram á þriðjudag. Þar var ófátt sem sem við gerðum saman.
Við skriðum í hús seinnipart fimmtudagsins í sólskinsblíðu veðri. Við vorum nýbúin að taka stopp á Vegamótum þar sem við fengum okkur sveitta hamborgara sem fengu uþb. 3 í einkunn hjá prímadonnunni mér. Á móti okkur tók hundurinn Pési með tilheyrandi gelti og mér stóð nú ekki alveg á sama um hann og lætin í honum þar sem ég er nú ekki beint mikil hundamanneskja :-s
Það var nú ekki mikið gert þann daginn nema lenda og leika.
Á föstudaginn var bongógógóblíða, eflaust um 20°c lofthiti, logn og glaðasólskin. Stormur fór á fætur, fór ÚR fötunum og fekk sér morgunmat á hlaupum. Og svo bara beint út í sandkassa í bleiu og samfellu. Þar mokaði hann fram að hádegi ásamt Eldi. Við fengum okkur dýrindis pylsur í hádegismat og upp úr því fóru Eiki og Eldur í fjallgöngu. Þeir fóru upp fjallið sem er fyrir ofan bæinn sem Guðrún býr en ég er ekki klár á nafninu. Þeir ætluðu að skoða fossinn. Jah, þetta var ágætis spölur, ein 4ra tíma ganga Og þeir sáu bara 6 fossa á leiðinni. Þar var líka dreypt á fersku foss-sopa. Á meðan þessu stóð svaf Stormur Sær á sínu græna eyra og ég lá úti í sólbaði “ahhh”
Anyway, Eiki var með kódelettaðar axlir og Eldur Árni var ansi rauður í framan þegar þeir komu heim úr göngunni. Eldur fær augljóslega ekki mína húð þar sem hann brann ekki heldur varð bara aðeins rjóður. En hehe… Eiki brann á öxlunum.
Sumarblíðan hélt áfram. Ég man nú ekki alveg nákvæmlega röðina á öllu en á eitthverjum tímapunkti fórum við í æðislega skoðunarferð. Við skoðuðum sprungu sem kallast Rauðafeldsgjá en þar rennur lækur út úr fjallinu. Ekki er mælst til að fólk drekki úr læknum en ég var fljót að átta mig á hvers vegna, þegar ég var komin inn í gjána *hrollur*. Þar voru ógrinni af fuglshræjum um alla sprunguna en þetta gerist þegar ungarnir í gjáhreiðrunum ætla að læra að fljúga … og klúðra því :-s Nasistamömmufuglar að verpa þarna!!!
Eldur og Eiki létu sprungubrasið ekki nægja heldur hlupu upp og niður fyrir utan. Hlupu svo niður sandhól þar sem sandurinn þyrlaðist í allar áttir. Með þeim afleyðingum að eitthvað fór í augun á Eldi svo hann bóglnaði heiftarlega upp :-( Þetta augnadæmi gerðist svo 3x í viðbót í vikunni svo við erum viss um að um ofnæmi sé að ræða.
Við keyrðum yfir í Stikkishólm og skoðuðum bæinn. Fundum svo lækni í Ólafsvík þar sem augun á Eldinum mínum voru orðin hrikaleg :-( Hann gat nú reyndar voða lítið gert og skrifaði upp á sýklalyf.
Anyway, við skoðuðum líka Grundafjörð og keyrðum í gegn um Kerlingarskarð og þar var meðalhraðinn uþb 5.
Við komum heim á þriðjudaginn og vorum “næstum því ,, farin heim en hættum við og fórum í Tívolíið héra í næstu götu. Þar var hööörku stuð. Og svo var skyndiákvörðun að drífa sig bara austur í Grímsnes til teingdamúttu og gista þar. Það var æði. Við fórum god-know-wot leiðina upp eftir, skoðuðum fullt af geeeðveikum fjöllum sem ég man hvorki töluna né nöfnin á. Þar sem teingdó voru ekki komin í bústaðinn þurftum við að bíða eftir þeim í tvo tíma og nýttum þann tíma til að skoða enn fleiri fjöll, læki, ár osfv. Oh, geggjað!
Fyrir utan stundarstopp, matartíma, svefn og heitapottsferðir hjá teindó vorum við mest megnis á ferðinni um svæðið. Við skoðuðum Hvítá, Þjóðsá, Þingvelli, Apavatn, Laugavatn, fórum í veiðitúr og reyndum að veiða í fisklausu vatni en það var allt í lagi því við fengum lánaðan árabát og rérum bara út í vatnið. Þar var komið fúttið við þá ferð og skítt með fiskinn ;-) Við skoðuðum líka Búrdalsvirkjun og snérum svo við komin hálfa leiðina upp á öræfi hehe… við á okkar fjallabíl sko!
Þegar heim var svo aftur komið fórum við í keilu, kíktum á langömmu og langafa (Siggu ömmu og Pálma afa) og sitt hvað fleira. Í dag fórum við svo út á tjörn að gefa máfunum! Það er miklu skemmtilegra að gefa máfunum heldur en öndunum. Þvílíka axjónið að horfa á þessa fávita!!! Og þeir sem vita hvernig Eldur hlær… hugsið um það… og já… sá hló maður! Alveg hreint eins og hross, slíkan húmor hafði krakkinn á hamaganginum í máfunum X-D
Við fórum líka í tvær veiðiferðir í dag. Sú fyrri mislukkaðist eins og hinar tvær í fríinu en seinni ferðin gaf góðan afla. Eldur Árni veiddi sinn fyrsta fisk, þá gjarnan kallaður Maríufiskur. Þetta var dágóður koli sem barðist á hæl og hnakka yfir illri meðferð. Eldur fylgdi kúnstarinnar reglum til að verða topp veiðimaður, tók fiskinn upp og hrækti upp í hann. Að lokum var honum gefið frelsi svo hann gæti sagt öllum vinum sínum að Eldur væri góður veiðimaður sem sleppti fiskum og því væri gott að bíta á orminn hans … sukkers!
Eiki eldaði svo algert snilldarlasagne eins og svo oft áður og strákarnir átu, eins og vanalega, eins og hakkavélar. Kvöldinu var lokað hjá þeim með stuttri sturtu og klippingu ;-) Tveir fjallmyndalegir fjallagaurar ;-)
Ég sit svo hér í rólegheitum og pikka en gjói augunum stundum af ferðaþvottafjallinu sem bíður eftir að vera brotið saman og gengið frá *hrollur*.
Þangað til næst,
Jófó.
Strákarnir mínir við Rauðafeldsgjá
Eldi fannst að sjálfsögðu möst að snerta vatnið.
Klettarnir rétt hjá Sönghellunum.
Bara kúl mynd ;)
Gullfossinn ægifagri :)
Sigman gullfalleg as always ;)
Svo ef ykkur langar að skoða fleiri myndir úr ferðinni, endilega klikkið
HÉR eða
HÉR