Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: júlí 2008

miðvikudagur, júlí 30, 2008

Manhattan, Flódída HVAÐ?

Hitinn hefur nú verið milli 20-26°c síðustu tvo sólahringa og eðlilegum íslendingum er EKKI VÆRT! Sumir hlaupa líklega til handa og fóta og fagna sigri hrósandi stækjunni sem þeir hafa óskað sér alla daga síðan þeir heimsóttu útlönd síðast en ég segi fyrir mitt leyti, fyrr má nú andskotans fyrr vera og fandinn að það eigi ekki bara að dauðrota hnífinn í kúnni og grafa hann svo með hundinum!

Ég flúði stækjuna í dag og fór í ræktina. Og viti menn, ég var EIN í salnum mest allan tíman fyrir utan einn gaur sem var að ræflast þarna í einhverjar 20 mínútur. Eftir það átti ég salinn aaaalein!
Strákunum kom ég fyrir á róló en þar spókuðu þeir sig nánast bara á nærfötunum og mikið var ég fegin að hafa beðið Agnesina mína að klína sólvörn á þá greyjin. Þeir voru eeeldrauðir í framan og blautir af svita þegar ég sótti þá.

Eftir róló fórum við með Sigmuna á BJB til að láta skipta um pústbarka en við vissum ekki betur en að annar þeirra væri barasta dáinn. Þegar ég leit undir kvekendið sá ég hinsvegar, mér til mæðu, að litli barkinn var allur tættur líka svo honum var líka skipt út fyrir skínandi fallegan látúnsbarka, ylmandi af verksmiðjulykt.

Jæja, á meðan karlpeningurinn sá um logsuðuna löbbuðum við yfir í Jolla og fengum okkur ís á meðan við biðum. Sætur og sérlega svalandi en þó ekkert á við það sem á eftir kom.

Þegar heim var komið dró ég vatnsslönguna og úðarann út í garð og setti vatnið í botn!!! Og þá fyrst veit maður hvað það er að fá svalann í hitastækjunni. Læt fylgja með eina mynd af strákunum. Eins og gefur að skilja var ekki mjög gott að taka myndir í vatnsflauminum en ég leifði mér í þetta sinnið að losa af mér beislið og láta vatnið kæla mig almennilega niður. Með maskarann niður á kinnar og hárið í allar áttir áttum við alveg einstakt móment, við þrjú :)
Eiki kom úr vinnunni um þetta leytið og renndi frammhjá okkur á Sólningarbílnum og virti þessa vitfyrringu í eiginkonunni sinni fyrir sér um stund áður en hann skilaði síðasta starfsmanninum (Agnesi hehe) af sér.

Læt þetta duga í bili,
Jófó.

Dansing in the rain

sunnudagur, júlí 27, 2008

Sumarfríið yndislega



Skyndiákvarðannafríið.

Allt sem við tókum okkur fyrir hendur var ekki fyrirfram ákveðið heldur ákveðið með uþb. korters fyrirvara :-D



Í dag er síðasti dagurinn í yndislegasta sumarfríi sem við höfum átt.
Við brugðum okkur af bæ á fimmtudaginn í siðustu viku og kíktum vestur á Snæfellsnes til Guðrúnar vinkonu sem þar býr. Þar dingluðum við okkur alveg fram á þriðjudag. Þar var ófátt sem sem við gerðum saman.

Við skriðum í hús seinnipart fimmtudagsins í sólskinsblíðu veðri. Við vorum nýbúin að taka stopp á Vegamótum þar sem við fengum okkur sveitta hamborgara sem fengu uþb. 3 í einkunn hjá prímadonnunni mér. Á móti okkur tók hundurinn Pési með tilheyrandi gelti og mér stóð nú ekki alveg á sama um hann og lætin í honum þar sem ég er nú ekki beint mikil hundamanneskja :-s
Það var nú ekki mikið gert þann daginn nema lenda og leika.

Á föstudaginn var bongógógóblíða, eflaust um 20°c lofthiti, logn og glaðasólskin. Stormur fór á fætur, fór ÚR fötunum og fekk sér morgunmat á hlaupum. Og svo bara beint út í sandkassa í bleiu og samfellu. Þar mokaði hann fram að hádegi ásamt Eldi. Við fengum okkur dýrindis pylsur í hádegismat og upp úr því fóru Eiki og Eldur í fjallgöngu. Þeir fóru upp fjallið sem er fyrir ofan bæinn sem Guðrún býr en ég er ekki klár á nafninu. Þeir ætluðu að skoða fossinn. Jah, þetta var ágætis spölur, ein 4ra tíma ganga Og þeir sáu bara 6 fossa á leiðinni. Þar var líka dreypt á fersku foss-sopa. Á meðan þessu stóð svaf Stormur Sær á sínu græna eyra og ég lá úti í sólbaði “ahhh”

Anyway, Eiki var með kódelettaðar axlir og Eldur Árni var ansi rauður í framan þegar þeir komu heim úr göngunni. Eldur fær augljóslega ekki mína húð þar sem hann brann ekki heldur varð bara aðeins rjóður. En hehe… Eiki brann á öxlunum.

Sumarblíðan hélt áfram. Ég man nú ekki alveg nákvæmlega röðina á öllu en á eitthverjum tímapunkti fórum við í æðislega skoðunarferð. Við skoðuðum sprungu sem kallast Rauðafeldsgjá en þar rennur lækur út úr fjallinu. Ekki er mælst til að fólk drekki úr læknum en ég var fljót að átta mig á hvers vegna, þegar ég var komin inn í gjána *hrollur*. Þar voru ógrinni af fuglshræjum um alla sprunguna en þetta gerist þegar ungarnir í gjáhreiðrunum ætla að læra að fljúga … og klúðra því :-s Nasistamömmufuglar að verpa þarna!!!

Eldur og Eiki létu sprungubrasið ekki nægja heldur hlupu upp og niður fyrir utan. Hlupu svo niður sandhól þar sem sandurinn þyrlaðist í allar áttir. Með þeim afleyðingum að eitthvað fór í augun á Eldi svo hann bóglnaði heiftarlega upp :-( Þetta augnadæmi gerðist svo 3x í viðbót í vikunni svo við erum viss um að um ofnæmi sé að ræða.

Við keyrðum yfir í Stikkishólm og skoðuðum bæinn. Fundum svo lækni í Ólafsvík þar sem augun á Eldinum mínum voru orðin hrikaleg :-( Hann gat nú reyndar voða lítið gert og skrifaði upp á sýklalyf.

Anyway, við skoðuðum líka Grundafjörð og keyrðum í gegn um Kerlingarskarð og þar var meðalhraðinn uþb 5.

Við komum heim á þriðjudaginn og vorum “næstum því ,, farin heim en hættum við og fórum í Tívolíið héra í næstu götu. Þar var hööörku stuð. Og svo var skyndiákvörðun að drífa sig bara austur í Grímsnes til teingdamúttu og gista þar. Það var æði. Við fórum god-know-wot leiðina upp eftir, skoðuðum fullt af geeeðveikum fjöllum sem ég man hvorki töluna né nöfnin á. Þar sem teingdó voru ekki komin í bústaðinn þurftum við að bíða eftir þeim í tvo tíma og nýttum þann tíma til að skoða enn fleiri fjöll, læki, ár osfv. Oh, geggjað!
Fyrir utan stundarstopp, matartíma, svefn og heitapottsferðir hjá teindó vorum við mest megnis á ferðinni um svæðið. Við skoðuðum Hvítá, Þjóðsá, Þingvelli, Apavatn, Laugavatn, fórum í veiðitúr og reyndum að veiða í fisklausu vatni en það var allt í lagi því við fengum lánaðan árabát og rérum bara út í vatnið. Þar var komið fúttið við þá ferð og skítt með fiskinn ;-) Við skoðuðum líka Búrdalsvirkjun og snérum svo við komin hálfa leiðina upp á öræfi hehe… við á okkar fjallabíl sko!

Þegar heim var svo aftur komið fórum við í keilu, kíktum á langömmu og langafa (Siggu ömmu og Pálma afa) og sitt hvað fleira. Í dag fórum við svo út á tjörn að gefa máfunum! Það er miklu skemmtilegra að gefa máfunum heldur en öndunum. Þvílíka axjónið að horfa á þessa fávita!!! Og þeir sem vita hvernig Eldur hlær… hugsið um það… og já… sá hló maður! Alveg hreint eins og hross, slíkan húmor hafði krakkinn á hamaganginum í máfunum X-D
Við fórum líka í tvær veiðiferðir í dag. Sú fyrri mislukkaðist eins og hinar tvær í fríinu en seinni ferðin gaf góðan afla. Eldur Árni veiddi sinn fyrsta fisk, þá gjarnan kallaður Maríufiskur. Þetta var dágóður koli sem barðist á hæl og hnakka yfir illri meðferð. Eldur fylgdi kúnstarinnar reglum til að verða topp veiðimaður, tók fiskinn upp og hrækti upp í hann. Að lokum var honum gefið frelsi svo hann gæti sagt öllum vinum sínum að Eldur væri góður veiðimaður sem sleppti fiskum og því væri gott að bíta á orminn hans … sukkers!

Eiki eldaði svo algert snilldarlasagne eins og svo oft áður og strákarnir átu, eins og vanalega, eins og hakkavélar. Kvöldinu var lokað hjá þeim með stuttri sturtu og klippingu ;-) Tveir fjallmyndalegir fjallagaurar ;-)

Ég sit svo hér í rólegheitum og pikka en gjói augunum stundum af ferðaþvottafjallinu sem bíður eftir að vera brotið saman og gengið frá *hrollur*.

Þangað til næst,

Jófó.



Rauðafeldsgjá
Strákarnir mínir við Rauðafeldsgjá


Rauðafeldsgjá
Eldi fannst að sjálfsögðu möst að snerta vatnið.

Við sönghellana
Klettarnir rétt hjá Sönghellunum.

blóm
Bara kúl mynd ;)

Gullfoss
Gullfossinn ægifagri :)

Sigma
Sigman gullfalleg as always ;)

Stormur við Hvítárpoll

Svo ef ykkur langar að skoða fleiri myndir úr ferðinni, endilega klikkið HÉR eða HÉR

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Dekk og Toy's R Us

Kræst, þessi leikfangaverslun er sjúk. Fór þarna milli fjögur og hálf fimm og tók rólega og stuttan hring til að kaupa afmælisgjöf með hnitmiðað hugafar að vera stutt og hafði meira að segja fyrir því að setja 100kall í kerru til að hafa Stormalinginn til friðs. Eldur var bara ljúfur og ótrúlega rólegur miðað við öll þau tonn af leikföngum sem þarna eru. En þrátt fyrir það var ég gersamlega búin á tauginni þegar ég gekk þaðan út. Það er eins og áreitið úr búðinni sé svo mikið að það dragi úr manni alla orku. Svo sjúklega margt að sjá í öllum hornum og svo geðveikislega margt að skoða.
Ég keypti tvær afmælisgjafir, eina fyrir afmælið á morgun og aðra sem verður í ágúst. Keypti litla sæta einnota myndavél með dýramyndum handa Eldi til að nota við eitthvert tækifæri og lítið kleinu"járn" handa Eldi til að nota í leirinn.

Annars var miðvikudagur í gær fyrir þá sem vissu það ekki hehe... og ég lyfti dekkjum á miðvikudögum ;)
Ég fór, með mínar sólbrenndu hendur, og druslaði dekkjum til og frá þar til ég gat ekki meir... þá hvíldi ég mig... og hélt svo áfram að drusla þeim til. Lauk svo herlegheitunum með að drusla 270kílóa elskunni minni 5 sinnum !
Ég var ansi vinsæl ;) Ég var með fullt af áhorfendum. Eiki, Agnes, Vitas, Teitur... sem sagt Team Laer... og svo var ég með klappstýrur á paninu fyrir neðan, miðaldra smiði sem gengu út á mitt planið sitt til að sjá mig lyfta... og voru í óða önn að þykjast vera að gera eitthvað þarna hahha... þarna var tómur vagn... og gras... og nei, þeir voru ekki að gera neitt nema góna á bossann á undri dömu í dekkjalyfum hnéh hnéh hnéh....

Anyway, dagurinn í dag er bara týbískur dagur sem kemur á eftir miðvikudegi.... í dag er HELLdagur. Sko, mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, helldagur, hellvítinshelldagur, laugardagur, sunnudagur. Þetta er svona umþaðbil vikan mín and I love it ;) Get ekki labbað fyrir harrðsperrum. Er extra illa marin og sökuð um að sæta hjónaofbeldi í vinnunni. LOL! Right... haha... En ég tel vissara að setja inn mynd af mér í djöfulganginum til að koma því á hreint hvern fjandann ég er að gera ;)

Myndir frá keppninni Team Lager Strong Woman 2008


Byrjum á einu litlu, 120kíló... því næst þetta sem er næst
á myndinni en það er um 160kíló...



270kg elskan mín og ég :)


Tjaldvagnahásingin. Hún virkar nú ekki ýkja beisin en
eftir að hafa djöflað dekkjunum var hún ansi þung.



Það sama á við um dauðagönguna en ansi var sárt að
halda um böndin :(


Anyway, læt þetta duga í bili. Nú veit fólk að þetta er ekki heimilisofbeldi, bara fíflagangur. Og eins og mágur minn hann Hjalti segir gjarnan:,, Það er ekkert sem bannar smá fliiiipp'' ;)

Kveðja,
Jófó.