Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: júní 2007

sunnudagur, júní 17, 2007

Helvítins djöfulsins andskotans ... og ég kann ekki fleiri almennileg íslensk blótsyrði X-@

Það var brotist inn í geymsluna okkar í vikunni. Ég er ekki alveg á kláru hvenær nákvæmlega þar sem það er spotti síðan við fórum síðast niður í geymslu.
Öllum hljóðfærunum var stolið, öllu tölvudótinu hans Eika, AFMÆLISGJAFIR strákana sem var fullur poki af Playmo :'( og miklu, miklu fleiru. Og svo höfðu þeir fyrir því að spenna upp stóra myndarammann minn og stela 300króna fairy plaggatinu sem í honum var :-Þ Þvílíkir drulluhalar!!!

Við erum svo sem tryggð fyrir þessu en það er samt ekki það sama að fá pening og að eiga gamla safngripsgítara og fleira. *GRENJ*

Ég er búin að pósta þessu e-maili út um allt og ef þú nennir að copy-paste a það héðan og senda það til þeirra sem þú þekkir í von um að dótið okkar finnist, þætti mér óendanlega vænt um það.

Bestu kveðjur,
Jófó sorgmædda :'(

e-mailið:

Kæru vinir og hinir sem þekkja okkur minna eða jafnvel ekkert,

Það var hreinsað út úr geymslunni hjá okkur.
Lukkluega áttum við þó myndir af hljóðfærunum sem hurfu og mig langar til að biðja ykkur um að senda þetta áfram til sem flestra sem þið þekkið í þeirri von um að þetta skili sér.
Málið er að þetta eru flest frekar fágæt hljóðfæri (safngripir) eða sérpantað svo ef þetta sést einhverstaðar á það ekki að fara milli mála hver á. Það eru líka myndir af raðnúmerunum.

Lögreglan er búin að taka skýrslu af okkur svo nú er bara að bíða og vona.
Það hefur gengið innbrotaalda í Vallarhverfinu sagði Lásasmiðurinn sem kom til mín. Hann taldi upp samskonar aðferðir við Burknavelli, Eskivelli og Drekavelli og sagði þetta líklega vera sama liðið. Þetta verður að stöðva.
Hér eru myndirnar af hljóðfærunum okkar.
Ef þið verðið vör við eitthvað af þessum hljóðfærum, endilega hafið samband við lögregluna í Hafnarfirði eða okkur.
Kveðja,
Jóhanna s.6900991
og Eiríkur s.820-5661
588-8184

Veikindi

Vá, hvað er með heilsu þessarrar fjölskyldu minnar?
Strákarnir eru búnir að vera veikir á víxl í heilan mánuð eða meira og við Eiki erum nú ekkert að brillera sjálf. Sem betur fer eru strákarnir báðir voða geðgóðir þótt þeir séu veikir og þess vegna hef ég ekki misst nema tvo daga úr vinnu.
Stormur Sær byrjaði á að vera veikur einhvern tíma um miðjan síðasta mánuð og fekk eyrnabólgu upp úr því. Á sama tíma þurti ég að fara á sýklalyf líka út af streptókokkum. Einum og hálfum sólahring eftir að ég fæ sýklalyfin mín (rétt farin að geta kyngt og talað) er Eiki lagður inn á bráðamótöku Landspítalans með bráðabotnlangakast. Hann var skorinn um nóttina.
Um rúmri viku seinna fekk Eldur í eyrun. Það gerðist á ótrúlega skömmum tíma. Við ætluðum að labba út í Bónus og þegar við vorum að labba út úr dyrunum byrjaði Eldur að kvarta um verk í kjálkanum fyrir neðan eyrað. Ég hugsaði að við myndum alveg drífa í Bónus en svo var ekki. Eldur grét söltum tárum í Bónus og lét ekki huggast öll heimins sælgætiboð mömmu sinnar :'(
Við drifum okkur heim, tróð honum í vagninn hjá Stormi, og þegar heim var komið blandaði ég honum verkjalyf og hélt svo á honum grátandi í 20 langar mínútur á meðan verkjalyfin tóku virkni :'(
Jah, Eldur var ekki nema hálfnaður með pensilínkúrinn þegar hann fekk svo vírussýkingu ofan í þetta og fekk 39,5°c hita .... en bara í einn sólahring. Svo var hann bara orðinn hress og fór í leikskólann ???
Stormur fór að verða slappur strax á eftir honum en Eldur fekk þennan hita á sunnudagskvöldið fyrir viku og var orðinn hress á mánudagseftirmiðdag. Stormur var búinn að vera með hor nokkuð lengi og var svolítið druslulegur. Ég fór samt út að leika með hann og hina krakkana. Hann var afburðarvel klæddur miðað við hin börnin en það var rúmlega 13°c hiti. En ég veit ekki hvort þessi 20mínútna útiferð hafi haft eitthvað að segja, hann var kominn með 39,5°c hita um kvöldið og stanslaust rennandi hor. Og er þannig enn, 5 dögum síðar.
*dææææææs*

miðvikudagur, júní 13, 2007

Rassgat í bala

Eða ekki rassgat í bala...

Vitið'i ég er alveg voðalega ferleg. Ég er barassasta hætt við að læra matsveininn. Ég er hins vegar búin að ákveða að drullast til að nýta það sem guð gaf mér og skella mér í myndvinnslu. Er að spá hvort ég eigi að þora að skella mér í Photoshop Expert sem er alþjóðagráða. Nonni skáfrændi seigir að ég þurfi nú að kunna eitthvað á Photoshop en hver er til að dæma hvað ég kann. Mér finnst ég bara svolítið klár en kanski er ég bara ekki rassgat klár :-s Kanski er ég bara fikti-amatur.
Ég er að peppa mig upp til að hringja í Dísu. Ég er svo mikill tjúklíngur sko :-Þ
En kanski er ég bara alveg nógu klár til að fara í þetta. Fúff... Heilabrot.