Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: ágúst 2008

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Ljósmyndun í fjörunni

Eyddi kvöldinu í kvöld með krúslunni henni Maríu. Markmið kvöldsins var að taka miljón myndir af fallegu sætu bumbunni hennar en það tókst ljómandi vel.
Við byrjuðum á smá familymyndum heima og trilluðum okkur svo, tvær saman, niður í fjöru og tókum slatta af myndum þar.

Sýni afraksturinn við tækifæri.

Þar til ég nenni að skrifa meir,
Jófó.

föstudagur, ágúst 15, 2008

Föstudagskvöld

og ég er búin að stífbóna baðið, forstofuna og ganginn. Þá meina ég að allt er skothelt og glansandi. Tók svo vel til í hvítu hillunni á ganginum að ég gat loksins tekið brúðarvöndinn minn upp úr kassa og komið honum fyrir þar :) Svo er skeinkurinn líka alveg tómur! Ekkert smá frábært.

Með herlegheitunum hef ég svo sötrað á bjór og smjattað lakkrís.

Svo er karlinn bara pissfullur eitthverstaðar út'í Básum hvað sem það nú er :-Þ

Knús og kossar,
Jófó.

þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Vá, hvílíkt sumar!

Ég er lent... næstum því... vona það eiginlega. Er farin að þrá það að vera heima, ég sem hef aldrei fílað mig almennilega heima fyrir utan í Grundargerðinu.
Anyway, við erum búin að vera á ferðalagi nánast síðasta mánuðinn. Ég fór í sumarfrí 11.júlí og var í fríi til 27júlí. Eldur fór í frí þann fimmta og var í fríi alveg viku lengur en ég. Hann var nú bara með mér í vinnunni og fílaði það alveg í ræmur. Annars er Stormur Sær enn í fríi út þessa viku og hefur líka verið að druslast með mér í vinnunni og gengur bara voða vel. Þakka því hvað ég hef frjálsar hendur í því sem ég geri í vinnunni. Get unnið upp og unnið fyrirfram.

Fyrri vikuna var ég eiginlega bara heima að bora í nefið á mér með strákunum en seinni vikuna "gerðist það!" Eiki, also known as Alveg pottþéttur vinnualki, tók sér FRÍ!!!! Trúið þið þessu? Nei, ég hélt ekki :-Þ
Anyway, við fórum á Snæfellsnesið og austurland og jaríjarí eins og ég sagði frá í fyrri póstinum en síðan þetta var höfum við spænt úr bænum allar helgar. Alger snilld! Missjónið er aðalega að leita að fjöllum til að klífa og veiðivötnum til að kasta í. Eins heilbryggt fjölskylduhobbý og það gerist.

Við erum nánast búin að gerast ábúendur á aumingja teingdamömmu sem er eflaust að verða geðveik á okkur en bruggðum út af vananum síðastliðna helgi og fórum upp í Heklubústað. Við mættum að tómum kofanum og buðum okkur að sjálfsögðu bara velkomin, hringdum í mömmu og pabba og rákum á eftir þeim. Litlu eftir það datt Stormur Sær svo skelfilega illa á pallinn að hann skarst allur innan í munninum frá framtönnum aftur að jöxlum og svo gusaðist blóðið út úr aumingja barninu :'( En það er töggur í litla dýrinu og hann var þagnaður 2mínútum seinna og það eru engar ýkjur þótt það hljómi þannig! Ég gólaði í Eika og bað hann um að taka af barninu mynd þessu til sönnunar og hér má sjá litla naglann minn!
litle dude


litle dude




litle dude


Vetfangur slyss var nú ekki smekklegur :-S
litle dude

Á meðan Stormi Sæ blæður um allt án þess að blikka veður Eldur Árni upp um fjöll og fyrnindi án þess að blása úr nös og skilur fullorðna fólkið eftir á öndinni... aumingja öndin :-s
En það er stefnt að Esjugöngu 30.ágúst en ég segi meira af henni þegar þar að kemur.

En læt þetta duga í bili. Vil taka það fram að heima hjá mér eru flestar vistaverur ótrúlega hreinar og huggulegar þrátt fyrir mikið rask og fjarveru.

Knús og kossar,
Jófó.