Jæja, nú er mín búin að vera í skólanum um tíma og gengur bara nokkuð vel.
Ég sit við hliðina á tveimur gaurum sem heita Páll og Pálmi *LOL* Þeir eru frábærir! Báðir rúmlega helmingið eldri en ég ef ekki meira og Pálmi er alger brill í Photoshop! Alltaf þegar ég dæsi er mættur putti á skjáinn hjá mér til að sýna mér hvar ég týndi kennaranum ;)
Anyway, fyrir utan að týna kennaranum annað slagið,
sem er ekki skrýtið þar sem hann talar hvorki hátt né skýrt og veður dálítið áfram... plús að ég asnaðist til að planta mér á aftasta bekk, sem er víst varla kennaranum að kenna, þá gengur mér nokkuð vel. Enn sem komið er kann ég margt ef ekki flest af því sem er búið að fara í. Aðeins tvennt hefur vafist fyrir mér en það er að vinna með curves og hins vegar að vinna með maska. Curves er stillingaratriði fyrir digital ljósmyndir til að draga fram ljósið úr ljósinu og skugga úr skuggum. En ég er búin að ná því. Hitt, maskafjandinn, hefur dálítið þvælst fyrir mér... EN! hann er allur að maskast inn í hausinn á mér. Maski virkar ... jah, eins og maski! Eins og hvítt málningarlímband til að fara ekki útfyrir. En það eru bara til nokkrar týpur af maska og það er það sem hefur þvælst fyrir mér. EN! það er allt að koma til líka ;)
Ég var að byrja á verkefni 09 en er aðeins að svelgjast á og fór því að skrifa blogg og éta piparkökur mér til huggunnar. Það er dálítið tól sem ég hef aaaldrei figgjúrað út en það er wierd penni... jah, sem á ekki jack shit skylt með penna. Það birtast bara allskonar línur út og suður ef ég ætla að reyna að teinka með honum *ROFL* Æ, fæ mér bara smá piparkökur í vibót og held svo áfram að pirrast út í hann þangað til ég fattetta ;)
Eins og staðan er núna er námskeiðið hálfnað. Ég finn fyrir mjög svo auknum vinnuhraða á forritið þar sem ég er jafn óðum að læra gríðarlega margar flýtilyklaskipannir. Eflaust hef ég getað staulast í gegn um þennan helming bókarinnar án þess að lesa staf en shit hvað ég fer "lengri leiðina" í öllu. Mörg verkefnin hafa opnað fyrir mér möguleika á sjorturum sem ég hefði annars eytt klukkustundum í að brasa við. Td. fjárans maskinn ;) Nota hann til að klippa út í staðin fyrir að stroka út pínu og oggu og pons í einu.
Æ, efast um að nokkur heilvita eða hálvita maður viti hvað ég er að þvaðra.
Anyway, nóg komið af pikki og of lítið af teikni ;)
Knús og kossar,
Jófó últratölvunörd.
Ps. segi ykkur seinna frá því hvað Eiki gerði sætt fyrir nördinn sinn ;)
Sko hvað ég kann ;)