Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: október 2006

laugardagur, október 21, 2006

Dimma og þreyta

Dísús kræst! Það er bölvun að búa á Akureyri á þessum árstíma sem er að ganga í garð. Myrkrið hérna verður gersamlega yfirþyrmandi.
Það er ekki nema síðari hluti october og fimmtudags- og föstudagsmorgnarnir voru ansi dimmir. Það voru enn logandi ljós á staurunum um níu leytið þótt það væri orðið þokkalega bjart en Eldur og Eiki fóru út í myrkri klukkan átta.
Í lok nóvember og út janúar-febrúar er dimt til klukkan ellefu á morgnana og byrjar að dimma aftur klukkan tvö. Þetta er glatað! Þetta er það eina sem ég fíla EKKI við Akureyri... jah, fyrir utan þennan hvíta skít sem hleður hér úr himnunum á veturna. Á stundum sem slíkum vildi ég heldur geta kosið slabbið í Reykjavíkinni :-Þ

Ekki er það á allt bætandi hvað ég er syfjuð. Þetta er reyndar áunnin syfja, það er ég nokkuð viss um. En ég er svolítið hrædd við að ég dembist aftur í eitthvert bölvænlegt fæðingarþunglindi. Ég hlakka því óskaplega til að fara í nasistabúðirnar hans Eika um mánaðarmótin. Þá vonandi get ég komið upp góðri keyrslu á serótóníum í hausnum á mér og þá vonandi hressist ég verulega :) Það er líka svo frábært hvað Eiki minn er duglegur bakhjarl og hvatningin hjá honum nær alla leið :) En þangað til borða ég nammi og gos. Ég þarf að kveðja góðan vin minn, sykurinn, um mánaðarmótin :'( Það er raunverulega það eina sem mig kvíðir. Ég hef verulega mikla sætindaþörf, sérstaklega á kvöldin, og mér veitir ekkert af því að læra að koma eitthverju healthy inn í staðin :)

Jæja, nóg í bili ;)
Jófó.

þriðjudagur, október 17, 2006

Hvað er að ske?

Jæja, það er margt búið að gerast í mínu lífi undanfarið :)
Ég er orðin tveggja barna móðir :-)
Þann 14.september sl. átti ég gullfallegan dreng, 2.300grömm (tæpar 13merkur) og 50,5cm langur. Sá stutti er ljóshærður og virðist ætla að fá blá augu. Hann kom viku fyrir tímann en ég var sett 20.september.

Fæðingin átti sér stað heima og sé ég ekki eftir þeirri ákvörðun. Fæðingin var frábær, yndisleg, stórkosleg upplifun. Ég hefði bara haldið að konur væru að ljúga að mér að slík orð gætu verið saman í setningu, sérstaklega eftir fyrri upplifun sem var 14tíma erfið fæðing með barn í frammhöfuðstöðu (snéri öfugur en samt niður). Sá stutti fæddist svo á grjónasekknum góða og þótti mér það mjög góð fæðingaraðstaða. Naflastrengurinn var rúmur metri að lengd og á honum var þessi rosalegi rembinhnútur :-s Ég vil nú meina að drengurinn hafi því komið á þeim tíma sem þörf var á því hnúturinn var "tifandi tímasprengja" eins og ljósmæðurnar mínar tvær sögðu. Það má lesa nánar um fæðinguna HÉR :)

Þann 14.október var sá stutti svo skírður hérna heima. Við opinberuðum fallega nafnið hans, Stormur Sær, og ég sver að það hefði einhver átt að vera með myndavél á móti gestunum því það varð nett upplitið á liðinu. Samt sem áður var fólk búið að búa sig undir stórt og óvenjulegt nafn enda heitir stóri bróðir Eldur Árni.
Athöfnin var yndisleg. Öll fjölskyldan kom frá Reykjavík fyrir utan nokkra frátalda og þá saknaði ég einna helst Ölmu Hrundar litlu systur en hún er skiftinemi á Ítalíu núna.
Guðfeðgin Storms Sæs voru Betty systir og Bjössi bróðir Eika. Ljósberi var svo Guðlaugur sonur Bjössa.

Það er mikið búið að ske hjá Litla Stóra Eldi mínum. Fyrsta september lengdum við tímann hans frá þrjú til fjögur því okkur fannst alltaf á honum eins og hann vildi leika meira. Þetta var frekar erfið tímasetning því á sama tíma var allt skipulag á leikskólanum í lausu lofti, hann var á milli deilda og lítill bróðir kom í ofanálagt síðar í mánuðinum. Þetta reyndi mikið á litla sál sem þó tókst að leyna litlu mömmu- og pabbahjörtunum því framm í miðjan október en þá varð leikskólastarfsmanni það að orði hvað það væri gott að hann væri allur að koma til. Hann hafi verið búinn að vera hálf stjarfur undanfarnar vikur.
Mömmu- og pabbahjörtun voru svo miður sín yfir þessum upplýsingum að lítill kroppur fekk að sofa á milli og það var því vel fjölmennt þá nóttina :-D Gosh, hvað ég var fegin að hafa keypt 200x200cm rúm hahahaha!!! En undanfarið höfum við sótt hann snemma í leikskólann eða um tvö leytið. Það er allt að birta til hjá honum og hann er farinn að verða sjálfum sér líkur aftur :)

Nú líður að mánaðarmótum og 6vikna afmæli Storms Sæs :-s
Það þýðir að íþróttaálfurinn, sem ég er gift, mun draga mig á hárinu í rægtina :-s Mig hlakkar lúmskt til en kvíði því ponsu lítið líka. Sérstaklega þar sem hann er kominn svo langt á undan mér. Ég er í engu formi what so ever, gersamlega þol- og úthaldslaus og minni kanski helst á svona kynlífsdúkku nema bara hálf upp blásin. Hann er búinn að gera mig útlæga úr mínu eigin eldhúsi og kokkar hér svakalega healthy mat alla daga :) Sem er náttúrulega alger snilld. Ég útnefni því Eika mann ársins 2006 fyrir dugnað á öllum svæðum heimilisins. Hann er orðinn tuskusjúkur íþróttaálfur er búinn að tjalda fyrir framan uppþvottavélina!!! Hann veður hér líka um allt með rykmoppuna og brýtur saman þvott. Þvílíkur lúxus :-D
Ég mun þó byrja rólega og í samstarfi við sjúkraþjálfa sökum grindargliðnuninnar sem ég hafði á meðgöngunni. Hún á það til með að skjóta óvænt upp kollinum og það er alveg ferlega vont. Ég ætla því ekki að skjóta mig í fótinn með þetta og fara varlega af stað.

Jæja, ég ætla að láta þetta duga í bili.

Jófó.

laugardagur, október 07, 2006

*LOL*

Setningarnar sem vella upp úr manninum mínum stundum!!!
Við vorum með Bigga og Evu í mat og Eiki var að vaska upp eftir matinn. Biggi bað hann um að kíkja niður í kjallara að spila og þetta var það sem hann svaraði:
I'm just gonna do the fathery-stuff and be my bitches wife...