Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: apríl 2009

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Mentaður kvalarinn

Ég bít saman jöxlum og urra mig í gegn um augnablikið. Augnablikið sem er að plokka úr mér allan vilja til að halda áfram þeim einföldu hlutum sem lífsgæði nútímaheims krefjast. Einfalt, fljótlegt en fremur óspennandi - dreg að mér andann og fæ mér sæti. Bölvaður andskotinn með mentun í kvalræði. Opna á mér ginið og bölva í hljóði.

http://www-test.it.usyd.edu.au/%7Elcon9229/nwtj/images/userimages/evil_dentist.jpg

Mannamót

Full lífsgleði, tek á móti brosum sem fylla heiminn. Faðma þau með augunum og held þeim mér í harðargreipum stundarkorn. Stend við dyrnar og ljóma eins og sjálft lífsblómið í fullum miðsumarsblóma. Blikka auga og glotti. Tilveran sú sem ég nýt mín í er í dag. Gærdagurinn er að baki og morgundagurinn óráðinn.