Mentaður kvalarinn
Ég bít saman jöxlum og urra mig í gegn um augnablikið. Augnablikið sem er að plokka úr mér allan vilja til að halda áfram þeim einföldu hlutum sem lífsgæði nútímaheims krefjast. Einfalt, fljótlegt en fremur óspennandi - dreg að mér andann og fæ mér sæti. Bölvaður andskotinn með mentun í kvalræði. Opna á mér ginið og bölva í hljóði.