Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: mars 2009

föstudagur, mars 13, 2009

Hæ allir sem lesa ekki bloggið mitt!

Ég er að fara á árshátíð á morgun :)
Það - að fara á árshátíð er reyndar minsta dæmið. Það eru fullt af öllum öðrum hlutum sem skipta máli í kring um árshátíðina meira en árshátíðin sjálf.
Td. er Guðrún besta og sætasta sem sér um matinn. Úr því hún er mætt þá mæti ég bara líka og sit um hana allan tímann sem hún eldar... kanski ég hjálpi henni ... smá ;)
Ég hlakka til að sjá kerlurnar komnar í misjafnt ástand, sjá hverjar fara að grenja, hverjar fara á trúnó, hverjar dansa upp'á borðum, hverjar syngja hæst, hverjar verða kjaftforar.... Þetta verður æsispennandi :-D

Ég er búin að lita í rótina, búin að lita og plokka á mér smettið. Er að fara að versla úr fataskápnum hjá litlu systur og búin að redda pössun. Strákarnir fara í dekur og dúll hjá teingdaforeldrunum í Keflavík ;)

En nóg í bili
,
Jófó.