Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: febrúar 2009

föstudagur, febrúar 20, 2009

Helvítins fokking plokkfiskur!

Er að dreeepast úr flensu! Ojbara!
Þetta er sennilega einn sá mesti vibbi sem ég hef lent í í lengri tíma *urrabíta*
Ligg hér á dánarbeðinu eða nánast. Er að krossa putta að ég sleppi við lungnabólgu. Fer í sleik við Ventólínpústið 4-5x á dag bara til að geta andað!

Elsku strákarnir mínir... ég ætti nú ekki að kvarta... Stormagullið mitt er búinn að vera veikur í svo gott sem tvær vikur. Meira og minna með hita á bilinu 38,5-40°c :-s Eldur varð veikur daginn á eftir mér eða á miðvikudaginn. Litla stráið mitt. Og sat svo bara um kvöldmatarleytið og blæddi úr litlum nebbanum hans því hann er með svo viðkvæma slímhúð í nebbanum :( Svo er ég að kvarta :-Þ

Anyway, er að deyja úr hausara. Varð bara að kvarta smá.

Kveðja,
Jófó litla drasl.

laugardagur, febrúar 14, 2009

Árskortið að renna út...

Jæja, árskortið í Hress er að renna út hjá okkur báðum um miðjan næsta mánuð - guðmundi sé lof!
Við urðum bæði fyrir miklum vonbryggðum þegar Tecnosporti var lokað og sameinað við Hress. Tecno var frábær staður með allt sem til þarf en GOD! Í nýja Hress á Völlunum er ekki einu sinni squatrekki svo þar er hvorki hægt að squatta (hnébeygjur) né deadlifta svo heitið getur. Þessi tæki eru reyndar inn'á Dalshrauni en mér þykir það glatað fyrir nýja líkamsræktarstöð að maður verði að taka upper body á einum stað en lower body hinu megin í bænum.

Ojæja, ég er búin að skoða stöðvarnar sem eru á þolanlegum radíus í kring um okkur og Sporthúsið í Fífunni virðist koma sterklegast til greina þar. Þeir gefa sig út fyrir að vera með sér sal sem er sérstaklega tileinkaður kraftlyftingum en ... *hóst* ... ég sé engann squat-rekka á myndunum.... Og þykir mér það ekki vera almennilegur kraftlyftingasalur ef þar má ekki finna squatrekka. Eeeen... ég fer í fyrramálið til að tékka á málinu. Ég krossa putta og vona allt það versta í þeirri von að út komi allt það besta. Mjög ólíkt dipló-hugafarinu mínu :-Þ

Mín er komin í feitt átak. Byrjaði á miðvikudaginn. Ég stefni á að taka af mér 5-7 kíló á næstu tveimur mánuðunum en ég get þess til að ég er 10 kílóum of þung. Það sést svo sem ekkert, ég er hálf fegin því... en ég fitna öll svo jafnt. Ég fæ hvorki flennistóran rass né maga heldur fitna ég jafnt á ístru sem kálfum eða höku... Ég tek mig vel út í 56kílóum en er þó ekki orðin horuð, langt í frá. En ég stefni á 60 kíló til að byrja með ;) Bara vera hófleg.

Annars er ég svo óþolinmóð að ég get með engu móti beðið í marga mánuði eftir að ná mér í vöxt heldur þarf allt að gerast strax. Mér ferst hinsvegar ljómandi vel að halda þyngd þegar í hana er komið :-D

Ojæja, nóg í bili, ætla að fara að syngja með mínum sæta.
Kveðja,
Jófó litla feitabolla :)

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Og það blæs...

Það er nú sjaldnast lognmolla hjá honum Stormi mínum. Þegar gera á hlutina er lágmark að gera þá með stæl.

Hann lagðist í flensu, ræfillinn, á sunnudaginn síðasta. Hor, hiti, tár og sviti. Gasalega kyssilegur öllum stundum þetta fallega barn mitt :-s Ofan í þetta var hann með í mallanum alla dagana.
Hann lá sunnudag, mánudag, þriðjudag og var allur að skríða saman á miðvikudeginum. Enn þó með hitavellu og voðalega lúinn. Hann var nú lítið fyrir að borða þessa daga sem er ekkert nýtt þegar hann er lasinn. Matur verður aukaatriði.

Rétt fyrir kvöldmat var lítill kroppur að príla og brasa í sófastólnum þegar allt í einu BOMM!!! hann dettur svona rosalega illa beint á stofuborðið með ennið :'( Og nú er hann með þumlungslanga bláa kúlu á enninu fyrir ofan augabrúnina :'(

Eitthvað lítið borðaði hann í kvöldmatnum í kvöld. En samt... það týndist ofan í hann dálítið af brauði með mysing og skyrsúpu. Hann var svo voðalega mikið að kvarta í bumbunni sinni. Þegar ég var svo búin að bursta í honum tennurnar gubbaði hann auminginn minn, góða gusu yfir allt baðgólfið og skreitti í leiðinni öll nýþvegnu handklæðin hennar mömmu sinnar :-s

Þegar hann svo var búinn að jafna sig glotti hann bara yfir þessu öllu saman. Hann er alveg dásamlegur þessi drengur :)

Þar til síðar,
Jófó
heppnasta pottormamamma í heimi :)

mánudagur, febrúar 09, 2009

Barnaland með 404 error wott!!??

Hvað er málið, dópið mitt er búið!?
Hehehe....

Annars er ég bara heima með Storminn minn lasinn. Hann náði sér í eitthverja andstyggðar flensu og er voðalega smár í dag. Annars hef ég rosalega gaman af honum þegar hann er einn með mér. Eldur hefur svolítið truflandi áhrif á hann, stúfinn, en þegar Stormur er "einn" heima unir hann sér svo vel og er svo gaman að sjá hvað hann leikur sér mikið.

Ég er búin að vera að missa mig í þvottinum í dag enda veitti ekki af. Ég er búin að þvo 3 vélar og sú fjórða í gangi og er að verða búin að brjóta saman úr ríflega 5 vélum að meðtöldum þvottinum sem er búinn að liggja í sófanum í viku :-Þ

Annars er lítið að frétta nema hvað að ég er loksins búin að fullvinna Ísófík síðuna svo allar síður eru virkar núna :) En í sálfu sér er þetta eilífðarverkefni enda bara vinnan mín svo síðan mun alltaf vera í eitthverri þróun.
Ég er núna að vinna í undirsíðu sem heitir "Íslenskt handverk" en er í beinum tengslum við nafnið Ísófík sem er samansuða úr Íslenks Grafík. Ég auglýsti eftir listafólki og var bent á konu sem málar svona ljómandi fallegar myndir sem ég kolféll fyrir. Það eru nefnilega SVONA myndir sem ég hefði málað ef ég hefði haldið áfram að mála ... en ég valdi þess í stað tölvugrafík enda er hún miklu plássminni og snyrtilegri hehe!

Ojæja, látum þetta gott í bili.

Off I go to ðe þvott ;)

Kveðja,
Jófó.
39 -  MG 0035

41 - Sólarljos - 84x84 cm 55.000 kr..jpg

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Höfum það stutt....

Eiki hélt upp á 59ára afmælið sitt í gærkvöldi. Hann trúir því statt og stöðugt að hann sé eldri en allir hinir en viðurkennir þó að hann sé yngri en mamma sín. Þó það nú væri!
Hér var fámennt en góðmennt en veigar og veitingar miðaðar við 12manns en ekki 5 hahaha!
Sem þýðir að hér er allt fljótandi í öli út næsta árið þar sem við erum slappasta drykkjufólk sem sögur fara af.
Gónt var á 80´s rokktónleika fram á nótt og spjallað svo saman um meðal annars hinar ýmsu tegundir hnýtinga á 20metra teyjuspottanum sem ég gaf honum í afmælisgjöf :-D

Annars sitt hvað að frétta.
Eldi fleygir fram á sellóinu og farinn að tromma eins og guð. Eiki er komin langleiðina að tengja fyrir öllum hljóðfærunum okkar hér í stofunni og á alveg ótrúlega smekklegan hátt. Sem þýðir að sjálfsögðu að drengirnir mínir blómstra núna enda eru trommurnar barðar í stöppu allan daginn út og inn. Stormur Sær, minn litli 2ára ormur getur setið KYRR allt að 30mínútum við að tromma :-D

Eldur er líka orðinn svo gott sem læs. Hér er lesið á hvert það skilti sem hann sér til og ég er búin að setja upp leshvetjandi umhverfi hér heima við. Sem þýðir að ég er búin að setja litla merkimiða um alla íbúð þar sem allir hlutir eru merktir nafninu sínu. Td. skápur, stóll, tölva, baðkar, hurð... osfv. Einföld orð sem hann dundar sér við að lesa og læra að þekkja :)

Vinnan hjá mér er alveg ágæt núna. Eftir viðræður við yfirmenn og viðhorfsbreytingu hjá sjálfri mér fór allt eitthvað að ganga betur :) Og verða skemmtilegra :)

Ooooog mér er orðið kallt að sitja hérna á þessum gullfallega sunnudegi á náttbuxunum klukkan hálf þrjú ... við opna svalarhurð og -6°c frost úti brrrr...

Þar til síðar,
Jófó.