Eiki hélt upp á 59ára afmælið sitt í gærkvöldi. Hann trúir því statt og stöðugt að hann sé eldri en allir hinir en viðurkennir þó að hann sé yngri en mamma sín. Þó það nú væri!
Hér var fámennt en góðmennt en veigar og veitingar miðaðar við 12manns en ekki 5 hahaha!
Sem þýðir að hér er allt fljótandi í öli út næsta árið þar sem við erum slappasta drykkjufólk sem sögur fara af.
Gónt var á 80´s rokktónleika fram á nótt og spjallað svo saman um meðal annars hinar ýmsu tegundir hnýtinga á 20metra teyjuspottanum sem ég gaf honum í afmælisgjöf :-D
Annars sitt hvað að frétta.
Eldi fleygir fram á sellóinu og farinn að tromma eins og guð. Eiki er komin langleiðina að tengja fyrir öllum hljóðfærunum okkar hér í stofunni og á alveg ótrúlega smekklegan hátt. Sem þýðir að sjálfsögðu að drengirnir mínir blómstra núna enda eru trommurnar barðar í stöppu allan daginn út og inn. Stormur Sær, minn litli 2ára ormur getur setið KYRR allt að 30mínútum við að tromma :-D
Eldur er líka orðinn svo gott sem læs. Hér er lesið á hvert það skilti sem hann sér til og ég er búin að setja upp leshvetjandi umhverfi hér heima við. Sem þýðir að ég er búin að setja litla merkimiða um alla íbúð þar sem allir hlutir eru merktir nafninu sínu. Td. skápur, stóll, tölva, baðkar, hurð... osfv. Einföld orð sem hann dundar sér við að lesa og læra að þekkja :)
Vinnan hjá mér er alveg ágæt núna. Eftir viðræður við yfirmenn og viðhorfsbreytingu hjá sjálfri mér fór allt eitthvað að ganga betur :) Og verða skemmtilegra :)
Ooooog mér er orðið kallt að sitja hérna á þessum gullfallega sunnudegi á náttbuxunum klukkan hálf þrjú ... við opna svalarhurð og -6°c frost úti
brrrr...Þar til síðar,
Jófó.