Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: nóvember 2008

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Þungir undanfarnir dagar

Það er nú orðið dálítið síðan ég bloggaði hérna. Ég var í tilraunastarfsemi við að búa til mitt eigið blogg sem tókst ekki betur til en að það fór í fokk og allir póstar með. Það er kanski bara ágætt að halda tryggð við það sem virkar.
----

Undanfarinn mánuð hef ég bara verið ferlega langt niðri. Ég er hundóánægð í vinnunni þó svo vinnan mín sé skemmtileg. Ég er einangruð og einmanna og það talar enginn við mig nema það sé faglegs eðlis eða til að nöldra yfir eitthverju við mína vinnu. Ég fíla mig ekki IN. Ég er ekki hluti af þessum starfshóp.
Ég er búin að vera hundóánægð í allan vetur en ekki langt síðan ég setti einmannaleikann í samhengi við óánægjuna.
Yfirmaðurinn minn er enn jafn frábær og fyrri daginn og stendur ætíð fast við bak mér ... NOT!
Hún fílar mig ekki og ég fíla hana ekki. Eru þó kurteisar hvor við aðra þótt ég stundum gæti öskrað á hana fyrir hvað hún er vitlaus! Eða lætur mikla vitleysu út úr sér.

Ég gerði þau misstök í dag að tjá mig við hana og næstráðanda á staðnum, um vanlíðan mína í vinnunni. Hún sagði þá næstum því og hefði alveg getað sagt að ég gæti að vissu leyti kennt sjálfri mér um því ég kysi að vera ekki með í ferðum og starfsmannasjóðnum og eitthverju fleyru sem hún taldi upp. Hún veit að af helminginum hef ég ekki tíma enda er það utan vinnutíma og hitt er ... ég gat ekki gubbað því út úr mér :( Mig LANGAR ekkert til að eyða auka tíma með fólki sem hefur engann áhuga á að kinnast mér.
Æ, ég veit ekki... kanski maður ætti bara að fara að leyta að eitthverju öðru :-/

Í seyðandi sauðsvörtu myrkri
leiða ljúfsárir lokkandi tónar
mig í taumlausri von jafnt sem ótta
að hljóti ég hamingju hér.

En í augljósum andskotans fjanda
brestur þor mitt í þverrandi draumi
og dey jafnt í raumi sem og vöku.
Vakna andlaus af afskiptaleysi.

Góði guð, ég græt því í hljóði
mitt gull sem fær aldrei að glitra
því enginn vill eyra né eiga
það góða sem brennur í mér.

Ljúfsáru áranna tugir
sem ei leyfa neinu að breytast.
Ég bið að þú blíðkist mér veröld
og berir mér ylinn í brjóst.

Varð bara að koma þessu frá mér.

Kveðja,
Jófó.