I'm not dead!
Hæhæ elskurnar mínar. Ég er ekki dauð... enn...
Aldrei þessu vant hefur sitthvað gerst hjá mér :)
Það er helst frá því að segja að fyrir mánuði greindist ég með lítið æxli í öðru brjóstinu og það sökkaði... en ég fór undir knífinn í gærmorgun og sit hér í rúminu heima og hef það kósí með tölvuna í fanginu. Ég er víst kolómögulegur sjúklingur, í grindarhlaupi og hvað eina :-D
Sko...
Ég mætti klukkan sjö inn á Lansa og var skorin um níu. Það var varla búið að smella rúminu í bremsu inn á vöknun þegar ég var vöknuð og ég bara vaknaði, opnaði augun og var ekkert wobbly eða asnaleg eins og venjulegt fólk verður oftast eftir svæfingar.
Eftir 15-20 mínútur í að skoða loftið inni á vöknun var ég keyrð niður í herbergið mitt og þar hringdi ég strax í Eika minn og lét vita að hann fengi ekki líftrygginguna sína leysta út úr þessu. Hann kom eftir korter dúllan. Ég nennti ekki að hangsa í þessu rúmi að eilífu svo ég prílaði yfir grindina og á stól og svo niður á gólf... af því ég sko kunni ekki að losa grindina niður LOL! Og svo losaði ég bara saltvatnspokann sem var tengdur við mig í æðalegg og rétti Eika. Hann var hinn fínasti standur... en ég ákvað samt að fá mér svona græju á hjólum in case einhverjum ditti í hug að labba á milli okkar :-s
Ætli það hafi liðið um 20mínútur og þá var ég búin að láta hjúkkuna losa mig við æðalegginn enda pokinn að verða tómur.
Ég fekk svo að fara heim rétt rúmlega tólf :)
Eh... eða heim... skooo... við þurftum aðeins að stoppa við á Boston kjúklingastaðnum og fá okkur gott að borða. Fegin var ég að sleppa við sjúkrahúsfæðið híhí... En þess má geta að þetta var auðvitað afmælisútaðborða því við áttum 11ára trúlofunarafmæli í gær, 15.apríl. :)
Eiki dúllan mín á þvílíkt erfitt með hvað ég er spræk. Hann hleypur til handa og fóta, vill hjálpa mér með allt, hella morgunkorninu og hella mjólk út á, hjálpa mér í sokka osfv. En þar sem ég get þetta sjálf og gott betur þá finnst honum ég bara alveg ætla að drepa mig. Hann þarf að hjálpa mér og hana nú! Og hann er svoooo góður við mig. En ég rak hann bara í vinnuna svo hann fengi ekki allt í hausinn og ég sá svosem að hann var lúmskt fegin því :) En hann er hérna heima á minst 3ja tíma fresti til að kíkja á mig og knúsa mig og nú er gott að vinnan hans er bara hinu megin við götuna ;)
Hann eldaði handa mér heimsins besta lasagne í gærkvöldi og mmmmmmm..... það var bara það besta sem ég hef fengið! Og það besta, hann eldaði það og setti út á það fullt af LUV kryddi ;)
Eftir að hafa farið út að borða í hádeginu í gær fórum við beint heim í barnlaus hús. Mamma er með Eld Árna og teingdamamma er með Storm sæ. Þeir una þar vel við sitt enda í góðu yfirlæti :)
Ég skreið beinustu leið upp í rúm og má segja að ég sé búin að vera stillt og góð þar síðan fyrir utan að ég braut saman dálítinn þvott hérna áðan. Ég fæ dálitla verki í skurðinn núna enda farin að myndast bólga og bjúgur í takt við healing ferlið og það er alveg eðlilegt. Ég er þar fyrir utan bara einn risastór marblettur í kring um skruðinn svo ekki skrítið að hann sé viðkvæmur. En ég hef fulla trú á að ég verði met fljót að jafna mig og vil kenna því um hvað ég er í góðu líkamlegu formi hvað ég er að taka þessu vel :)
Ég er líka að vona að það að skurðlæknirinn minn er líka lýtalæknir, geti þýtt að örið verði alveg minniháttar en ég sé það ekki fyrr en eftir nokkra daga þegar plástrarnir losna af.
Sesselja vinkona mín vill endilga að ég fái mér my-space síðu. Why? Mér finnst gaman að lesa blogg (geri samt of lítið af því) en mér þykja my-space síður hrútleiðinlegar híhí... sorry.
Anyway, er ekki málið að geta drullast til að blogga af og til áður en maður fer að uppfæra í eitthvað annað? Annars hitti ég Sesselju mína í síðustu viku í fyrsta skipti í vá! 2,5 ár eða álíka! Við höfum reyndar hittst svona smá hér og smá þar en ekkert almennilega. En hún er yyyndisleg eins og alltaf!
Stormur Sær fekk innritunarbréf inn í leikskóla í síðustu viku og það er eintóm hamingja :) Við vorum orðin dálítið stressuð yfir hvort hann kæmist inn því hann er svo seint á árinu. En hann kemst inn um miðjan ágúst en þá get ég farið að leita mér að einhverri skemmtilegri vinnu :)
Annars gengur mér rooosalega vel í skólanum. Ætla mér að missa minna en lítið úr þrátt fyrir uppskurðinn. Var jafnvel að gæla við að fara í kvöld en gæti trúað kennaranum allt eins til að reka mig heim híhí.... fínn kall hann Steini :) Ég verð bara að vera stillt og góð dálítið lengur og mæta í næstu viku ;)
Uss, annars þarf ég að hætta í bili og endurnýja ibufenskammtinn minn ;)
Þangað til síðar,
Jófó götótta ;)