Held ég þekki ekki alltaf muninn á bleiku og svörtu...: ágúst 2006

laugardagur, ágúst 05, 2006

Fúla helgi :-/

Já, sennilega sú allra fúlasta verslunnarmannahelgi sem ég hef upplifað :(
Hér sit ég ein og yfirgefin á Akureyrarskítapleisi með engann til að tala við. *kvart-kvart*
En ég er með lítinn engil sofandi undir Bubba-Byggir teppinu sínu og lítið kríli sofandi í hlýjubumbunni minni :) Það er ljúft útaf fyrir sig en heldur mér víst ekki miklum félagsskap.
Gærdagurinn var annars ágætur. Valdi og Hjalti mávar mínir komu kvöldið áður og dagurinn fór bara í chill úti í 20°c hita og skýjuðu. Eldur var í leikskólanum og strákarnir dunduðu sér við að bóna bílana. Ég svona væflaðist um og kjaftaði við þá. Ég grillaði hamborgara í hádeginum og við átu út'á palli þar sem var nánast ólíft inni í húsi :-s
En kvöldið var planað og það átti að skella sér á KK blústónleika á Græna hattinum. Ég var búin að fá barnapíu og allt! Nema þegar ég var komin í skóna og á leiðinni út gubbar stelpan út úr sér að hún geti bara verið til tólf! Jeij! Fucking tólf! Gat hún ekki ælt þessu út úr sér fyrr. Klukkan var að verða tíu og vitandi að tónleikarnir myndu ekki byrja fyrr en upp úr ellefu keyrði ég strákana niður í bæ og fór svo sjálf heim. *BölvÍsandOgÖsku* Fór á videoleiguna og tók þá allraleiðinlegustu mynd sem ég hef á ævinni séð.... eða ekki séð þar sem ég gafst upp og slökkti í miðri mynd.
Sökkað kvöld sem sagt. En strákarnir skemmtu sér konunglega :)

Dagurinn í dag er búinn að vera hálf dofinn. Ekkert að ske, nákvæmlega ekkert. Fórum í smá bíltúr, droppuðum við í Byko og leifðum Eldi að spranga þar um og skoða verkfæri :) Eftir það hef ég lítið verið með strákunum því þeir hafa allir eitthvað verið að brasa. Lagði mig yfir ToyStory um fimm leytið og neitaði að elda matinn ofan í liðið. Það voru greinilega allir jafn dasaðir og ég þar sem það endaði með að enginn eldaði. *Púff* Glatað kvöld. Strákarnir fóru niður í bæ og ég sit hér og íhuga að fara að sofa að loknu pikki. Klukkan er 21.12

Bið að heilsa í bili,
Fýlupúkinn


föstudagur, ágúst 04, 2006

Ný byrjun

Jæja góðir hálsar! Nú ætla ég að byrja þetta upp á nýtt. Gamlar leiðinlegar færslur um gamla og leiðinlega hluti heyra nú sögunni til og við skulum sjá hvaða andskotans dellu mér tekst að steypa upp úr mér á næstu misserum.

Love you long time, only 2 dollars,
Jófó.